Wednesday, 17 December 2008

Síðasta blogg fyrir heimkomu...

Ég er varla að trúa þessu sjálf...í fyrramálið flýg ég heim til Íslands...Ég mun vakna í bítið og taka flug-bussinn út á flugvöll kl 6 því ég á flug frá Glasgow til London klukkan 9....svo flýg ég frá London til Keflavíkur kl 13 og lendi á Íslandinu fagra rétt um 16:00 :)
***
Ég vaknaði snemma í morgun og naut þess að fá mér góðan morgunmat og dúlla mér heima áður en ég fór í jólagjafainnkaupin þegar búðirnar opnuðu kl. 10. Var ótrúlega dugleg að versla gjafir...keypti 6 gjafir í dag...mér finnst það bara nokkuð góður árangur. Er samt í smá vandræðum með nokkrar....en ég redda því bara þegar ég kem heim :)
***
Fór auðvitað á Cafe Nero í dag og fékk mér Latte og Blueberry Muffin...vá afgreiðslustelpurnar eru nánast farnar að þekkja mig....þetta er bara svo góð blanda...hahaha. Allavega, þá fannst mér alveg nauðsynlegt að koma við á Nero áður en ég færi heim, er alveg viss um að ekkert íslenskt kaffihús sé með svona góðar bláberjamuffur :)
***
Ég sit uppi á bókasafni núna að eyða tímanum í bókstaflegri merkingu...nú er ekkert eftir nema bara bíða eftir morgundeginum :) Ég er búin að pakka því litla sem ég tek með mér til Íslands. Ég ætla nefninlega að reyna að taka eins lítið og mögulegt er svo ég geti troðfyllt töskuna af dóti sem ég þarf að taka með mér út til Glasgow...ég er t.d. komin með gjörsamlega ógeð af fötunum sem ég er með hérna í Glasgow. Klárlega kominn tími á að endunýja fataskápinn hérna...haha :)
***
Ég var ótrúlega dugleg í gærkvöldi og þreif íbúðina hátt og lágt svo hún verði fín þegar ég kem aftur í janúar...frekar leiðinlegt að þurfa að koma í janúar og byrja á að taka til. En svo á ég líka einn ógirnilegasta ísskáp sem til er í augnablikinu...í ísskápnum mínum eru nákvæmlega smá smjör, tabasco sósa, fersk Timian jurt, eitt jógúrt og mjólkurleyfar...ahaa....ég hef ekki farið að versla í matinn síðastu daga enda á leið til Íslands. Þetta þýðir bara eitt, ég bíð spennt eftir að fá ekta mömmumat þegar ég kem á morgun...er farin að sleikja út um munnvikin...hahaha :)
***
Sjáumst fljótlega...jólaknús
* Sæunn *

2 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þessi tími hefur liðið fljótt :) Hlakka til að sjá þig !!

kv, Hjördís

Sæunn said...

Jæja segðu...ég kíki nú fljótlega á ykkur niðri í Eimskip :)