Friday, 12 December 2008

Til hamingju með afmælið elsku Mamma :)

...Smá afmæliskveðja til elsku mömmu...knús knús yfir internetið :)

Annars var síðasta hópkynningarverkefnið fyrir jólafrí í dag...allt gekk bara vel. Ótrúlega góð tilfinning að vera búin með þetta. Núna er bara eitt Fjármálaverkefni eftir sem ég á að skila í lok næstu viku...gildir 100% af lokaeinkunn....heimapróf...en ég ætla að reyna að klára það á mánudag svo það sé frá og ég get eytt þriðjudag og miðvikudag í verslunarleiðangra. Það væri nú ljúft :)

Við fórum ca. 15 úr bekknum saman í bíó áðan að sjá nýja Bollywood mynd. Jebb, fyrsta Bollywood myndin sem ég fer á í bíó...ótrúlega gaman...fullt af söng og dönsum og hellingur af ást og rómantík...eins gott að Atlimann standi sig í rómantíkinni þegar ég kem heim yfir jólin...ég hef mjög miklar væntingar, sérstaklega eftir alla þessa rómantík í Bollywood myndinni...(smá hint Atli minn...hahahaha)

Kíkti svo aðeins á George Square áðan á leiðinni heim úr bíóinu...allt stemning þar...tónleikar og læti. Tók stutt video til að deila með ykkur. Gæðin ekkert sérstaklega góð enda búið að vera brjálað rok og leiðindaveður í dag....

2 comments:

Anonymous said...

jiii hvað er gaman að sjá svona video.. verður að gera þetta oftar... miklu betra að fá video blogg.. svo gaman að sjá þig og heyra í þér :) Til hamingju með múttuna...

Sæunn said...

Takk takk...TIL HAMINGJU AÐ VERA BÚIN Í PRÓFUNUM...og góða skemmtun í kvöld :)