Sunday, 30 November 2008

Kvöldmatur í góðra vina hóp

Ég og Britta héldum smá matarboð í gærkvöldi í íbúðinni minni fyrir tvær bekkjarsystur okkar, þær Preeti og Michelle. Britta er náttúrulega ekkert venjulegur kokkur...hún er búin að fara á fullt af matreiðslunámskeiðum og læra að elda allra þjóða rétti. Ótrlúlega gaman að henni, fyrst eldaði hún fyrir mig Brasilískan fiskrétt, svo eldaði hún og kærastinn hennar fyrir mig svaka svínalundarétt með parmaskinku og látum og í gær eldaði hún egypsan kjúkling fyrir okkur. Þetta hefur allt bragðast ótrúlega vel hjá henni enda leggur hún ekkert smá í þetta. Í egypska kjúklingnum í gær voru t.d. appelsínur, epli, sítróna, rúsínur, aprókósur, laukur, hrísgrín, möndlur og örugglega 8 tegundir af kryddi...rosewater, Baharat, Curry, Saffron, kanill, grænmetis og kjúklingasoð, salt og pipar.


***




Þetta bragðaðist auðvitað ótrúlega vel, kemur mér eiginlega bara á óvart hvað allir þessi framandi réttir eru góðir. Svo innihalda þeir hráefni sem maður er kannski ekki svo duglegur að nota sjálfur í matargerð t.d. appelsínur, epli, apríkósur og rúsínur. Það er allavega alveg á hreinu að þetta var mjög hollur kvöldmatur :)



***

Eftir matinn var svo hlaðið í sig óhollustinni, heit súkkulaðikaka, núggat og þýskt eðalsúkkulaði...þarf fór öll hollustan! hahaha...:) En þetta var allt mjög gott auðvitað...


***
Við tókum svo smá Ludo spil, hlóum mikið enda þekktum við þetta allar frá því við vorum krakkar en engin okkar hafði spilað Ludó í mörg ár. Sem sagt mjög vel heppnað kvöld í alla staði. Ég fór svo snemma að sofa enda alveg búin á því eftir vikuna.



***
Í morgun var svo varknað snemma og farið út á bókasafn...er á fullu að gera HRM verkefnið, 25 blaðsíðna ritgerð fyrir utan viðauka sem við eigum að skila næsta föstudag. Þetta mjakast allt saman auðvitað...kemur allt að lokum :)

***
Langar svo ótrúlega að breyta flugfarinu mínu heim fyrir jólin eða seinka því fram yfir áramót....er með bókað flug heim 18 des en get í raun flogið heim 13-14 des því síðasti skóladagurinn er föstudagurinn 12des. Mest langar mig þó að breyta fluginu fram yfir áramót...á bókað til Glasgow 30.des en langar að fresta því fram til 4.jan...En það kostar klikkað mikið að breyta flugmiðanum...kostar einhvern 30þúsund kall...úff mér finnst það ekki sanngjarnt...Get ekki beðið eftir að koma heim!!!

2 comments:

Unknown said...

Spennandi að borða svona öðruvísi mat!! Vinkona þín greinilega mjög áhugasöm um matargerð. Þegar ég býð í mat þá hef ég alltaf sömu réttina :S
Ég vildi helst af öllu fá þig heim fyrr og hafa þig yfir áramótin. Ef þú breytir þá legg ég fram 5000 kr. í púkkið :)og því verður ekki haggað!

Kv. Ester

Sæunn said...

Hahaha....ohhh þú ert svo mikið æði..hvað myndi ég gera án þín :) Læt þig vita ef flugplönin breytast...aldrei að vita nema jákvæðar fréttir berist í dag :):):)