Nóg búið að vera í gangi hjá mér undanfarið enda hef ég ekkert bloggað í langan tíma.
Við Atli skemmtun okkur óendanlega vel í London og á Brands Hatch, þetta var þvílíkt ævintýri...klárlega besta ferðalag sem við höfum farið saman tvö...en það verða fleiri svona ferðir í framtíðinni, það er alveg á hreinu :)
Á leið frá Glasgow Prestwick til London með RyanAir
Atli fyrir við innganginn á Brands Hatch brautina
Hérna er ég svo komin á hjólið og kennarinn að segja mér til og leiðbeina...
Hérna er svo annar kennari með Atla að fara yfir einhver tæknileg atriði
Við fórum svo að sjálfsögðu á Cafe Nero í London og fengum okkur Latte og Muffin :)
Hérna erum við svo komin á Trafalgar square....og á myndinni fyrir neðan vorum við búin að príla upp á ljónin og taka mynd af okkur þar...alveg nauðsynlegt ;)
Hérna erum við svo uppi á herbergi hjá mömmu og pabba í London en þau voru einmitt í London á sama tíma og við. Ferðataskan hans Atla "dó" þannig að við urðum að kaupa nýja og hérna er kallinn að endurpakka í nýju töskuna. Pökkunarsérfræðingurinn hún mamma situr yfir og sér til þess að allt sé eftir röð og reglu ;)
***
Eftir London ferðina komu mamma og pabbi til Glasgow og voru hérna hjá mér í næstum fjóra daga. Þetta var bara æðislegt. við mamma löbbuðum um allan bæ og kíktum í búðir og svo var borðaður eðal matur á kvöldin...Ussss...quality quality....maður hefur ekki fengið svona svaðalega góðan mat síðan í mömmumatnum um jólin :)
***
Við mamma fórum á rosalega góðan stað eitt hádegið og fengum okkur Mozarella, tómata og avakadó með olíu og balsamic...nammm...svo fengum við okkur eitt kalt hvítvínsglas með :)
Hérna erum við á kínverskum veitingastað í Glasgow...alveg frábær staður, fengum okkur, risarækjurétt, Peking önd og svo kjúklinga og nautarétt....bragðaðist allt alveg snilldarlega.
Við mútta í banastuði yfir Eurovision...en við horfðum auðvitað á það eins og allir sannir Íslendingar. Ótrúlega gaman hvað okkur gekk vel þetta árið í keppninni :)
***
Þá hafið þið það...sem sagt mjög mikið búið að vera í gangi hjá mér...en núna tekur alvaran við...lestur og lærdómur...þýðir ekkert annað...en þetta frí sem ég tók mér var gjörsamlega nauðsynlegt og maður finnur alveg hvað maður skín af gleði þessa dagana....þó það sé erfitt að setja aftur yfir bækurnar. En þetta styttist allt...ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir í endanleg skil á lokaritgerðinni...bara ljúft :)
2 comments:
geggjað skemmtilegt blogg ástin mín :)
en sá ég rétt? Var atli með negrasvita / djöfladjús í hönd á café nero?
Hahaha...neiiii ekki alveg svo gott...hann fékk sér heitt kakó ;)
Post a Comment