Leyfði mér að taka smá pásu um helgina...þ.e. fór í afmælispartý hjá einum í bekknum mínum og fékk mér einn bjór til tilbreytingar. Flestir í bekknum létu sjá sig í afmælinu...frekar fyndið hvað fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvernig partý eru...við frá Evrópu vildum hafa tónlistina frekar lágt stillta til að geta spjallað saman en krakkarnir frá Indlandi vildu hafa allt í botni...en engu að síður var gaman að kíkja aðeins á fólkið og dreyfa aðeins huganum.
Annað áhugavert var að afmælisbarnið fékk frekar undarlega meðhöndlun..jú jú..ég held að myndirnar segi allt sem segja þarf. Indversku vinir hans tóku hann alveg fyrir og hentu honum til og frá um stofuna og að lokum var hann ataður út í súkkulaði og eggjum!!! hmmm...eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður...en hey...mismunandi þjóðir hafa mismunandi hugmyndir um skemmtun...hahaha
Þetta var nú ekki beint afmælismeðferð sem ég hefði óskað mér...reyndar vorum við frá Evrópu öll frekar hissa á súkkulaðiatvikinu...en maður lærir að minnsta kosti ýmislegt nýtt um menningu mismuandi þjóða!!!
*
Á sunnudagskvöldið elduðum við Britta saman kvöldmat, Britta er frá Þýskalandi og er ein af mínum betri vinkonum hérna, eitthvað svo heilsteypt og skipulögð....enda frá Þýskalandi haha :) Hún kom kom með uppástungu að brasilísum rétt sem við elduðum...hann var æði, þetta var fiskréttur með fullt af grænmeti með tómat/kókos/Tabascosósu...hrein snilld. Get ekki beðið eftir að gera tilraunir á Atla með þennan rétt...spicy og bragðmikill :)
Seinna um kvöldið tók ég svo smá göngutúr út að George Square en jólaljósin var kveikt þar um kvöldmatarleytið. Ótrúlega gaman að fá smá "jól í augun".
Næstu dagar munu svo einkennast að brjálæðislegri hópavinnu...vívíví...
***31 dagar í heimkomu ***
2 comments:
Vááááááááááááááá hvað ég dýrka jólaljósin!!!
Langar að skreyta skreyta skreyta en Eisi bannar mér það. Fæ að setja aðventuljósin upp 30 nóv og reyni eins og ég get eftir það að lauma inn einu og einu skrauti.
Úff minntu mig á að bjóða aldrei Indverjum í afmælið mitt...
Miss you:*
Fjóla
Hahaha...JólaFjóla mætt á svæðið...þú ert nú meiri jólasnúllan, dýrka það :) En jú, ég hlakka þvílíkt til jólanna...þarf eiginlega að fara í jólaleiðangur hérna úti og skreyta íbúðina eitthvað smá...það er nú ekki annað hægt :)
Post a Comment