Monday, 24 November 2008

Matarboð í kvöld

Jebb jebb, Britta og kærastinn hennar ætla að kíkja í heimsókn í kvöld og elda kvöldmat fyrir mig :) Ekki er það nú verra. Kærastinn hennar er hérna í Glasgow núna í u.þ.b. 5 daga...en hann flýgur alltaf til hennar á tvegja vikna fresti...nææææs...en þau þurfa bara að borga 3.000-6.000krónur fyrir flugfarið fram og til bara frá Þýskalandi með RyanAir. Ekki alveg svo ódýrt að fljúga með Icelandair..hehe
***
Annars er dagurinn í dag búinn að fara í æfingar fyrir kynninguna sem við erum með á miðvikudaginn...frekar strangur kennari sem við erum með þannig að það er eins gott að standa sig. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því...a.m.k. kann ég minn part vel og skirfaði líka handritið fyrir mig og annan í hópnum...þannig að maður er svo sem farinn að þekkja um hvað efnið snýst :)
***
Læt þetta verða að mottói næstu daga
***
"All power is from within and therefore under your control"
***

No comments: