Þó svo ég hafi ekki farið í bíó á föstaudagskvöldið eins og ég var búin að lofa mér þá bætti ég sjálfri mér það upp með því að fara í Halloween party á laugardagskvöldinu. Bretar halda mikið upp á Halloween og leggja mikið upp úr að vera í flottum búningum...tók nokkrar myndir til að deila með ykkur. Það var alveg á hreinu að ég var sú metnaðarlausasta þegar kom að búningavali...hahaha
Fékk mér tvo bjóra til að slaka á og fór heim rétt fyrir miðnætti...enda var vaknað í bítið og byrjað að lesa...vill svo skemmtilega til að Cross Cultural Management hópurinn minn lærir ekki rassgat! þar af leiðandi lítur út fyrir að ég þurfi að læra á við fimm manns til að byggja upp rök fyrir kynninguna okkar í næstu viku...ég klappa sjálfri mér mikið á bakið þessa dagana til að komast í gegnum þetta :) hahaha...get ekki beðið eftir að þetta hópverkefni er búið...þá byrja ég í nýjum hóp sem er algjör snilld :)
No comments:
Post a Comment