Wednesday, 5 November 2008

Kjúlli hvert kvöld

Ok...ef ég kem fiðruð heim um jólin ekki láta ykkur bregða!!! Málið er að ég borða nánast bara kjúkling hérna...ég sver það það hljóta fljótlega að fara að vaxa á mér fjaðrir..hehe. En annars er ég voða montin hvað ég er dugleg að elda mér mat hérna...þessa tæpu tvo mánuði sem ég hef verið hérna hef ég eldað miklu oftar heldur en þessi tæpu tvö ár sem við Atli bjuggum á Eskivöllunum...Ég lít bara á það þannig að elda kvöldmat er "trítið" mitt hérna úti. Það er eini tíminn sem ég gef mér á hverjum degi til að taka mér pásu frá lestri. Þá er nú um að gera að leyfa sér að elda kvöldmat...setja David Gray í græjurnar og hugsa um eitthvað annað en kenningar og skólaverkefni :) Verð reyndar að viðurkenna að David Gray er orðinn svolítið þreyttur...enda er ég örugglega búin að hlusta á diskinn hans svona 20 sinnum í röð þar sem þetta er eini geisladiskurinn sem ég á...hahah ég þarf að gera mér ferð út í búð og kaupa eitthvað nýtt stöff :)
Annars er ég að fara að skila einu verkefni í hádeginu í dag...vívíví...reyndar gildir verkefnið bara 10% af heildareinkunn en einhvern vegin eyðir maður alltaf hlutfallslega mestum tíma í litlu verkefnin. Hópurinn sem ég er í í þessu fagi er góður...vei loksins :) Þegar tímar dagsins hafa klárast kl 5 í dag verður Hofstede aftur tekin upp þar sem kynning á gagnrýni á menningarmódelinu hans verður næsta miðvikudag! Ufff það verður ekki lítið að gera hjá mér næstu daga...hópurinn í þessu fagi er hreint út sagt glataður...sjáum hvað setur!
Hversu slæmt er það orðið þegar maður eyðir meiri pening í kaffidrykkju á dag heldur en mat??? ég er orðin Latte fíkill...að minnsta kosti einn latte á dag kemur skapinu í lag! eða allavega heldur manni gangandi hehe...málið er að hver latte kostar 2 pund = 400kr íslenskar. Þannig að nú verð ég að fara að setja mér Latte-reglur. Ekki fleiri en einn Latte á dag...og reyna að takmarka drykkjuna við 5 Latte á viku! er þetta ekki raunhæft? maður verður að hafa eitthvað skipulag á þessu...annars drekk ég endalaust Latte...fyrir utan að Latte er nú ekki beint holt eða hitaeiningasnautt...hahaha

No comments: