Hvernig gat ég gleymt því hvað það er yndislegt að fara í ræktina!!!! Reyndar var ég ekkert búin að gleyma því...hef bara alls ekki haft tíma til að fara og þið vitið hvernig þetta er...þegar álagið er mikið þá er það fyrsta sem maður hættir að gera er að fara í ræktina og hugsa um heilsuna!
*
Allavega, þá er ég búin að vera svo löt síðustu vikuna, nenni varla að koma mér í að læra og er stöðugt að hugsa um hvað það er stutt þangað til ég kem heim. Ég ákvað því að drífa mig bara í því að kaupa kort í ræktinni til að geta dreyft huganum aðeins þessar þrjár vikur sem eftir eru. Nú ætla ég að gefa mér pásu til að fara í ræktina annan hvern dag....ég bara verð að gera það til að halda geðheilsunni :) Er ekki alveg að meika þetta álag þessa dagana og að vera stöðugt að hugsa um lærdóm! Ég lærði því í morgun og tók mér svo tveggja tíma pásu til að fara í ræktina rétt áðan. Mmmm yndislegt að fá smá útrás :)
*
Í kvöld ætlum við Britta svo að halda smá matarboð fyrir þrjár aðrar stelpur í bekknum, verðum sem sagt fimm en ég á bara eldhúsáhöld fyrir fjóra! Hmmm...þarf einhvern vegin að redda því. Ætli ég fái ekki bara stelpurnar til að koma með auka diska og hnífapör með sér :) Vona samt að stelpurnar stoppi ekki mjög lengi...ojjj ég veit það er ömurlegt að segja þetta en ég bara verð að reyna að læra aðeins í kvöld líka og fara snemma að sofa...
*
En jæja, best að koma sér að efni dagsins...labour law in Europe!!!
No comments:
Post a Comment