Ég þoli ekki leiðinlega, sorglega, dramatíska drauma! Alveg merkilegt hvað mig getur dreymt mikið bull...ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa draumi síðustu nætur...var þvílíkt fegin þegar ég vaknaði og áttaði mig á að raunveruleikinn væri miklu miklu miklu betri :)
En hvað um það...morguninn byrjaði með lúðrasveit og látum í hverfinu...verið að fanga stríðslokum í den og sitthvað fleira...veit ekki alveg nógu vel um hvað þetta snérist...en það var svo sem ágætt að hafa smá "klassíska" tónlist á leiðinni út á bókasafn ;) Þegar ég kom á bókasafnið þá var því miður ekki búið að opna það! Dí ég er algjör bókasafnsmoldvarpa...
Átti stuttan fund með "æðislega" hópnum mínum í hádeginu...held ég sé búin að koma okkur á ágætis spor með þetta verkefni. Allavega ætla ég að reyna að klára handritið fyrir kynninguna í dag og á morgun...
Blue-berry muffin og stór Latte í hádegismat....það var reyndar hádegismaturinn minn í gær líka! já já ég veit...þetta er ógeðslega óhollt...en bara svo ógeðslega gott...hahaha...nánast eina trítið sem maður fær þessa dagana...
Það hafa heldur betur verið mótmæli heima á Íslandinu í gær...og auðvitað stóðu Ruddarnir sig í stykkinu ásamt öðrum mótorhjólahetjum. Ég er búin að sjá myndbansupptöku frá spólinu fyrir framan Alþingishúsið...verð að segja að þetta lúkkað ekkert smá vel....veit svo sem ekkert hvort lögreglan hafi verið hrifin af þessu...en skv. því sem ég get best séð var mótorhjólafólkið til friðs...bara með flott show...ég ætla þó ekki að fullyrða neitt..hehehe. Ég klappa allavega fyrir þeim sem tóku þátt í mótmælunum. Vona að þetta skili einhverju...allavega fái þjóðfélagið til að hugsa og vera meðvitaðri um ástandið.
Annars er verið að skreyta alla borgina, bæjarstarfsmenn um allt að hengja upp jólaseríur. Sá í morgun að unnið var að því að setja upp stóra jólatréð á George Square...það verður svo kveikt á ljósunum á því og öðru jólaskrauti um alla borgina 16.nóvember...ég verð nú að láta sjá mig þar. Fá smá jól í augun :) Þannig að í staðin fyrir að mæta á Austurvöll þegar kveikt verður á jólatrénu þar þá verð ég við athöfnina á George square :) Get ekki beðið eftir jólunum ... :)
No comments:
Post a Comment