Britta(Þýskaland), Preeti (Nepal) og Suruchi (India) komu í heimsókn í gærkvöldi og elduðu kvöldmat og bökuðu franska súkkulaðiköku í desert. Þetta var alveg yndislegt. Við vorum í tvo og hálfan tíma að elda kvöldmatinn...úffff...held ég hafi aldrei verið svona lengi að elda venjulegan kvöldmat. Þetta var sem sagt indversk grænmetisuppskrift, grænmetisbollur búnar til úr t.d. hvítkáli, rauðlauk, gulrótum og ýmsu kryddi sem voru svo djúpsteiktar. Með þessu voru svo borin fram hrísgrjón með papriku og blaðlauk ásamt sósu sem innihélt meðal annars hvítlauk og sojasósu. Það var aldeilis mikið lagt í eldamennskuna...og bragðið var alveg eftir því. Maturinn var virkilega góður...ég hefði í raun aldrei trúað því að svona grænmetisréttur gæti verið svona góður og mettandi :) Í desert fengum við okkur svo franska súkkulaðiköku sem Britta átti allan heiðurinn að. Hún bragðaðist auðvitað mjög vel líka. Við tókum svo eitt Ludo spil áður en stelpurnar fóru heim enda vorum við alveg úrvinda eftir próftörnina. Ég steinsofnaði alveg um leið og ég lagðist upp í rúm...ljúft :)
***
Í morgun var svo farið strax aftur í hópavinnu...ekki mikil hvíld...en það er betra að byrja snemma heldur en að vera með allt niður um sig og í stresskasti (þó svo ég fái það alltaf líka haha) rétt fyrir skil.
***
Núna sit ég uppi í skóla, skrifa þessa færslu á milli þess sem ég drekk Cafe Latte og bragða mér á afganginum af frönsku súkkulaðikökkunni frá því í gærkvöldi...mmmm...:)
***
En þessa vikuna á Eimskip hug minn allan þar sem ég er að skirfa um Eimskip í International Marketing verkefninu mínu. Jább, gaman að skrifa um fyrirtæki sem maður hefur unnið fyrir og hefur áhuga á. Það er því eins gott að ég haldi mér við efnið og haldi áfram að leita að heimildum fyrir verkefnið....
No comments:
Post a Comment