Fyrsta prófið á morgun og ég er bara nokkuð afslöppuð. Prófið er í Cross-Cultural Management og við erum þar af leiðandi búin að læra ýmislegt um mismunandi menningu og hvernig hún hefur áhrif á stjórnunarhætti í fyrirtækjum. Ein skilgreining á menningu sem við ræddum í tíma og er kannski ekki beint academic....en ég gleymi henni að minnsta kosti ekki:
***
"Culture, to me, is just shit in the brain"
(James Ellroy, 1997)
***
Finnst þí líklegt að kennarinn verði meira hrifin af fræðilegri kenningum eins og Hofstede, Ralston og fleiri fræðimanna. En það er alveg klárt að þessi kenning James vekur mesta athygli þegar maður er orðinn gegnum sýrður af menningarhugtökum í próflestri :)
***
Annars er búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna í Glasgow síðustu daga, rok og rigningin. Það er þó eitthvað að stytta upp í dag og hitinn bara nokkuð góður, u.þ.b. 10°C...það er nú ekki hægt að kvarta yfir því :)
No comments:
Post a Comment