Alveg yndislegt þegar það fer að saxast á prófin. Í dag kláraði ég fyrsta prófið mitt...Cross-Cultural Management. Held mér hafi bara gengið nokkuð vel...það þarf allavega eitthvað mikið að gerast til þess ég falli! Þannig að ég er bara nokkuð sátt, við skulum svo bara vona að kennarinn sem sammála því sem ég skrifaði :)
***
Næsta próf er á fimmtudaginn, International Business, frekar þungt og torlesið námsefni. Skil stundum ekkert hvað snýr upp eða niður. Ég vona bara að ég nái að gera mig skiljanlega á prófinu :)
***
Þrjár nýjar einkunnir komnar í hús úr verkefnum sem ég skilaði fyrir jól. Ég er ótrúlega ánægð með þetta...sérstaklega þar sem tvær einkunnirnar voru þær hæstu í bekknum. Usss maður verður nú aðeins að fá að monta sig....enda engin smá vinna sem lá að baki :)
***
Fór á kaffihús áðan með Brittu (Þýskalandi) og Preeti (Nepal) til að slappa af, slúðra og dreyfa huganum. Sit núna uppi í skóla að vafra um á netinu áður en ég leggst aftur í lærdóm fyrir næsta próf. Sem betur fer eyddi ég dágóðum tíma í síðustu viku að lesa fyrir prófið á fimmtudag. Þannig að dagurinn í dag og morgundagurinn fara aðallega í upprifjum og binda saman lausa enda.
***
Later, Sæunn
No comments:
Post a Comment