Búin að sitja síðustu daga og skrifa markaðsfræðiritgerðina mína. Var með einhverja ritstíflu í dag...átti frekar erfitt með að koma orðum niður á blað enda var ég að vinna í þeim hluta ritgerðinnar sem mér þykir erfiðastur. Ég vona að afköstin verði betri á morgun...því markmiðið er að klára ritgerðin á morgun, nota svo annað kvöld í yfirlestur og laugardaginn í heimildavinnu, viðauka og annan frágang. Ég veit að minnsta kosti að ég er í mjög góðum málum þar sem sumir í bekknum mínum eru rétt að byrja að leita að heimildum og meira að segja nokkrir eru nýbúnir að tilkynna kennaranum hvað þeir ætla að skrifa um og eru því enn að bíða eftir samþykki!!!
***
Fór í kínverskutíma í morgun...alveg merkilegt hvað ég mundi mikið þó svo það sé búið að vera mánaðarfrí frá síðasta kennslutíma. Var bara nokkuð ánægð með mig :) Finnst þetta ótrúlega spennandi tungumál...hugsa að ég haldi áfram að taka kínverskunámskeið eftir að ég útskrifast...maður getur alltaf tekið svona tungumálanámskeið á t.d. kvöldin eftir vinnu...
***
Er búin að vera að skoða nokkrar brautir hérna í Bretlandi sem bjóða upp á mótorhjóla trackdays. Í flestum tilfellum þarf maður þó að koma með sitt eigið hjól, a.m.k. eru engar brautir sem bjóða upp á Suzuki lánshjól! En ég held ég sé búin að finna lausn á þeim vanda. Ég er nefninlega búin að grafa upp fjórar Suzuki mótorhjólaleigur sem sérhæfa sig í að lána brautarhjól fyrir trackdays...þeir sjá um að koma með hjólið á þá braut sem maður biður þá um þannig að þetta lítur út fyrir að vera ágætis kostur. Er búin að senda e-mail á allar leigurnar og bíð bara spennt eftir að fá svör með betri upplýsingum :) Væri nú ekki leiðinlegt að geta æft sig aðeins þegar fer að vora á almennilegum lokuðum brautum svo maður þurfi ekki að vera að hafa áhyggjur af annarri umferð :)
No comments:
Post a Comment