Loksins kom að því...í dag fékk ég internet í íbúðina mína. Ég get ekki líst því hversu mikill munur þetta er .... og ég skil ekki af hverju ég var ekki búin að drífa í þessu fyrr! Allavega, þá fékk ég sendan pakka frá VirginBroadband í dag með UPS. Ég var smá hissa því ég hélt að það myndi einhver koma til að tengja allt fyrir mig en nei nei...ég fékk bara sendan kassa með alls konar snúrum, modem, router, straumbreytum, bæklingum install leiðbeiningum og ég veit ekki hvað! Ég verð nú að viðurkenna að ég fékk smá sjokk þegar ég var búin að taka þetta allt upp úr kassanum og velti því mikið fyrir mér hverníg ætti eiginlega að fara að því að tengja þetta allt saman...En ég ákvað bara að setjast á gólfið og hefjast handa við að púsla þessu saman. Að lokum tókst þetta allt hjá mér...verð að viðurkenna að ég kom sjálfri mér bara nokkuð á óvart. Var ekki einhver málsháttur sem sagði "Neyðin kennir naktri konu að spinna"? ég held að minnsta kosti að það hafi átt vel við mig í þessum internettenginum.
Svona til gamans tók ég mynd af sjálfri mér í ferlinu...
Annars varð ég líka vör við frekar undarlega sjón þegar ég leit út um gluggan hjá mér um daginn. Á milli húsa hérna eru gjarnar ýmsar rafmagnssnúrur og á einni slíkri hékk skópar! Já, ég skil eiginlega ekki hvernig skóparið komst þarna upp...en þetta fékk mig allavega til að hlæja í morgunsárið :) Tók mynd af því til gamans en veit ekki hversu vel það sést, skóparið er fyrir miðju myndarinnar, ég setti rauðan kassa utan um til að skórnir sæjust betur á myndinni:
2 comments:
Það hefur einhver lagt mikið á sig til að koma skóparinu upp á snúruna :)
kv.
Hildur Ýr
Hahaha...já klárlega...og það hangir þarna enn :)
Post a Comment