Saturday, 10 January 2009

Nýtt próflestrarefni og styttist í komu Atla :)

Jæja, í dag ætla ég að byrja að læra undir annað próf....taka pásu á International Business og einbeita mér að Cross Cultural Management. Það verður ágætt að skipta um viðfangsefni, getur orðið frekar þreytandi að lesa alltaf það sama. Er einmitt að prenta út allar glósur, glærur og kafla sem eru til prófs í næstu viku. Ég ætla að massa þetta próf...segið þið svo að ég sé ekki orðin aðeins jákvæðari en fyrir nokkrum dögum :)
***
Atli er búinn að panta flug út til Glasgow 30.janúar. Vá hvað það er yndislegt, þá er hann kominn til að vera. Einmitt 30. janúar er skiladagurinn á tveimur stórum verkefnum þannig að þegar Atli kemur um kvöldið verð ég laus við öll próf og verkefni þangað til næst önn byrjar í febrúar. Þannig að það verður alveg æðislegt að fá hann út :)
***
Textinn við "Undir þínum áhrifum" með Sálinni á mjög vel við þessa dagana...get ekki beðið eftir að Atli komi hingað út :)
*
Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér
svo ég segi það hreint alveg eins og er
Og ég hugsa alla daga til þín heitt
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.
*
Það er varla nokkur heppnari en ég
Þessi tilfinning er ævintýraleg
Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð áfram, enginn vafi er um það.
***
Jæja, back to study...

No comments: