Í dag er vika síðan ég kom út til Glasgow eftir jólafríið heima á Íslandi. Alveg ótrúlegt, mér finnst ég bara nýkomin hingað út....nýbúin að kveðja alla heima í Mýrinni og Atla úti á flugvelli. Þetta er bara jákvætt að tíminn líði svona hratt...það þýðir bara að það styttist í próflok og verkefnaskil í enda janúarmánaðar líka :)
***
Eldaði mér loksins sjálf kvöldmat í gærkvöldi....Kjúlli í Indverskri Corma sósu og hrísgrjón með. Gott að fá eitthvað almennilegt í magann. Matarlystin er komin að fullu...það er fer ekkert á milli mála því núna æpir maginn bara á sykur og sætindi eftir kvöldmat...það er klárlega skilaboð um að veikindin eru á brott. Ég er ótrúlega ánægð með það og borða af bestu lyst :)
***
Annars gengur lærdómurinn bara vel þessa dagana, fyrsta prófið á þriðjudaginn. Er búin að fara yfir allt efnið, nú er bara að leggja það allt á minnið og tengja það við raunveruleikann svo ég geti nú skrifað eitthvað á prófinu :) Að þessu sögðu þá ætla ég að drífa mig heim af bókasafninu, elda mér eitthvað í kvöldmatinn og halda svo áfram með lærdóminn.
*Knús og kossar*
No comments:
Post a Comment