Saturday, 24 January 2009

Kíkt á kaffihús

Kíkti í gær á kaffihús með Preeti (Nepal) og Michelle (India), fengum okkur Latte og muffins. Það var voða ljúft, taka sér smá pásu frá lærdóm. Samt alveg merkilegt hvað ég get gúffað í mig af Latte og Muffins...held þetta sér ekkert eðlilegt! En ég var að hugsa um að byrja í ræktinni aftur í næstu viku...fer samt alveg eftir því hvernig verkefnavinnan gengur, en það væri voða ljúft að geta fengið smá útrás á hlaupabrettinu og með lóðunum :)
***
Annars var auðvitað bóndadagurinn í gær....ég gat vissulega ekki staðið mig í að gera eitthvað fallegt fyrir Atla minn...þar sem hann er nú ennþá staddur á Íslandi. En við ákváðum bara að við myndum halda upp á sameiginlegan bónda og konudag þegar hann kemur út. Fara og fá okkur eitthvað gott út að borða og hafa það kósí :)
***
Leiðinlegt að heyra með ástandið heima á Íslandi, ætla að vona að það verði bjartari tímar framundan. Annars hefur þetta orðið voða lítil áhrif á mann, tala nú ekki um þar sem Atli er líka að flytja hingað til Glasgow í næstu viku. Þá getum við leitt þetta ástand heima framhjá okkur...
***
Já, annars eru bara 6 dagar í Atla...alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Ég er svo í fríi í skólanum frá 31.jan til 9.feb þannig að við Atli fáum heldur betur góðan tíma til að koma okkur fyrir og gera eitthvað sniðugt saman, það verður ljúft að fá smá pásu :)

No comments: