Saturday, 28 February 2009

Bakstur og indversk eldamennska

Ég og Britta hittumst í gær til að læra smá kínversku, erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir prófið sem er í byrjun maí. Í framhaldinu fórum við yfir til Preeti og við þrjár elduðum okkur kvöldmat og gerðum smá desert í leiðinni...heppnaðist bara mjög vel hjá okkur. Við horfðum svo á Bollywood mynd sem var hvorki meira né minna en þrír og hálfur klukkutími...típísk ástarmynd sem endar vel ;)
***
Í dag bakaði Atli svo skúffuköku....vááá hvað hún var æðislega góð...volg með ískaldri mjólk...algjör klassík :) Ég er svo búin að vera að lesa Strategy greinar í dag fyrir fagið sem ég er að fara að byrja í á mánudaginn, verður brjáluð keyrsla í næstu viku...á örugglega ekki eftir að sjá Atla minn mikið....


***
Í kvöld prófuðum við Atli svo að búa til indverskan/nepalskan grænmetisrétt...ég setti reyndar aðeins of mikið af salti í hann en þetta smakkaðist bara nokkuð vel. Sósan/ídýfan er svaka spæsí...inniheldur til að mynda fjórar teskeiðar af chilli...Atli var alveg að fíla það í tætlur ;)



Knús frá Glasgow...xxx

Thursday, 26 February 2009

Klippingin endaði vel og bakstur framundan

Eins gott að blogga þar sem nokkrir voru farnir að hafa áhyggjur af því að klippingin og strípurnar hefðu endað svo illa að ég væri ennþá vælandi heima!!! Hahaha...nei nei, ég er bara mjög ánægð með stípurnar, örlítið ljósari en vanalega...en lít bara á þetta sem sumarlitinn ;) Það var meira að segja aðeins ódýrara að fara í klippingu og litun hérna heldur en heima á Íslandinu en ég fann samt alveg fyrir því að stúlkurnar hérna eru ekki eins vandvirkar og Margrét mín á Hársnyrtistofunni á Laugarvegi :)
***
Við Atli erum svo búin að vera að þræða verslanirnar hérna í nágrenninu þar sem við ætlum að baka aðeins um helgina :) Virðist vera svolítið erfitt að komast í bökunardeildir í þessum búðum en eftir að hafa farið í fjórar búðir vorum við komin með flest sem við þurftum...hveiti, sykur, flórsykur, kakó, smjörlíki, vanilludropa, kókos og sitthvað fleira. Um helgina ætlum við a.m.k. að byrja á að baka skúffuköku og aldrei að vita nema maður geri skonsur eða próteinkökur í leiðinni :) Sveina er búin að vera að senda okkur ýmsar uppskriftir svo við getum hafið tilraunastarfsemina í eldhúsinu...takk takk Sveina:) Ef ég þekki Atla minn rétt þá á hann eftir að hrista þetta allt fram úr annarri erminni ;) Mmm...get ekki beðið eftir að fá volga súkkulaðiköku og ískalda mjólk.... :)

Tuesday, 24 February 2009

Klipping á morgun...

Það er 10 gráðu hiti hérna á hverjum degi og það verður að viðurkennast að það er kominn smá vorfílingur í mann :) Við Atli tókum eftirmiðdaginn í lestarferð í Ducati Glasgow, sáum rosalega flott hjól sem Atli fékk útrás fyrir að taka myndir af, hann fræddi mig heilan helling um þessi hjól enda vissi ég lítið sem ekkert um þau.
***
Eftir skoðunarferðina í Ducati Glasgow (btw ekki hægt að kaupa neitt þar inni því það er svo dýrt) ætluðum við á pósthúsið að sækja pakka sem við áttum von á. En viti menn...pósthúsið lokaði kl. 12:30!!!! Whaaattt....ég hef aldrei heyrt um svona...og ég sem hélt að þjónustan á Íslandi væri slæm! Allavega, við löbbuðum því bara heim....við fengum þó að minnsta kosti ágætishreyfingu út úr öllu þessu labbi :)
***
Á morgun fer ég í litun og klippungu!!!! Arg...ég er búin að kvíða lengi fyrir þessum degi...jamm...hef alltaf farið til hennar Margrétar heima á Hársnyrtistofunni á Laugarvegi síðastliðin 10 ár og hún kann nákvæmlega á hárið á mér. Það verður því spennandi að sjá hvernig ég kem heim á morgun....með bros út að eyrum...eða vælandi..hahaha ;) Hárgreiðslustofan sem ég pantaði tímann hjá lítur þó vel út og allar stúlkurnar þar voru með flott hár...þannig að ég bind vonir við að þetta verði allt í lagi :)
***
Jæja, ég ætla að fara að taka mig til fyrir morgundaginn og fara í háttinn og lesa um Branding í Kína :) Góða nótt :)

Monday, 23 February 2009

Langþráður Grjónagrautur og frábær einkunn

Já, viti menn, ég eldaði grjónagraut í kvöldmatinn...mmmm hvað hann var góður...ég var bara farin að sakna mömmu grautsins svo mikið....Atli hoppaði hins vegar ekki hæð sína af gleði yfir grautunum eins og ég...en hann lét sig hafa það og sagði meira segja að hann væri góður :) Ef fyrir þá sem ekki vita þá finnst Atla grjónagrautur ekki vera kvöldmatur ;)
***
Er á fullu að leita að heimildum fyrir Branding ritgerðina mína...gengur svona lala...erfitt að finna upplýsingar um Internal Branding hjá fyrirtækjum en ég er einmitt að skrifa um Eimskip þannig að ég gætti að geta nýtt mér þá reynslu sem ég hef hjá fyrirtækinu.
***
Annars fékk ég eina einkunn í dag, einkunn fyrir markaðsfræði-lokaritgerðina sem ég skilaði 30.janúar. Ég fékk hæstu einkunnina í bekknum (allavega svo ég viti til en flestir voru í skólanum í dag þegra einkunnirnar voru gefnar út)...og er alveg í skýjunum yfir þessu :) Þessi ritgerð var einmitt um Market Entry fyrir Eimskip í Suður Kóreu...aldrei að vita nema þetta nýtist manni í framtíðinni ;)
Ég vona bara að þessi einkunn kveiki aðeins undir metnaðinum þessa dagana...ég er búin að vera eitthvað ótrúlega löt við að læra...vona að ég taki mig til og verði öflug á morgun og það sem eftir er af vikunni :)
***
*Bolla***Bolla*

Sunday, 22 February 2009

Sunnudagur og konudagur

Mamma og pabbi hringdu í gær, mikið var gott að heyra aðeins í þeim. Var alveg kominn tími til að fá smá update á því sem er að gerast hjá familíunni :)
***
Ég var að enda við að klára að bóka flugið mitt með BMI og Icelandair heim til Íslands í sumar. Ákvað að vera aðeins lengur heima en ég ætlaði mér í upphafi...ég flýg sem sagt til Íslands 17.júní, lendi rétt fyrir miðnætti, og svo aftur út til Glasgow 10 dögum seinna eða 27.júní. Þá næ ég nú að hitta flesta í kringum mig og njóta mín aðeins áður en ég set lokahönd á mastersritgerðina sem ég verð að skrifa í sumar hérna í Glasgow :)
***
Í dag er víst konudagurinn, við Atli ákváðum að halda saman upp á bónda og konudaginn þegar hann kom út því hann var ennþá heima á Íslandi þegar bóndadagurinn var. Í dag erum við bara búin að hafa það nokkuð kósí, vöknuðum um hálf 11 og ég byrjaði að læra smá kínversku. Við kíktum svo í ræktina eftir hádegi og kl 18 ætlar Britta að koma til okkar því við ætlum að elda saman í kvöld, braselískan fiskrétt sem er rosalega góður. Svo ætlum við Britta aðeins að renna saman yfir kínverskuna í kvöld enda tökum við munnlega prófið saman ;) Jæja, best að nýta þennan klukkutíma áður en Britta kemur í smá kínversku :)

Saturday, 21 February 2009

Einkunnabið og lærdómur

Það er farið að hlýna aðeins í Glasgow, búið að vera 8-10 stiga hiti síðustu daga, voða ljúft. Þessu fylgir auðvitað fleiri mótorhjól úti á götu sem gerir mig og sérstaklega Atla alveg sjúk í að senda mótorhjólið okkar hingað frá Íslandi...ætlum samt aðeins að bíða með það svo meta stöðuna í mars...
***
Ég er enn að bíða eftir einkunnum síðustu annar, á eftir að fá úr tveimur prófum og einu markaðsfræðiverkefni...frekar þreytandi því ég fæ ekki námslánin mín fyrr en ég get sýnt fram á einkunnir síðustu annar. Þannig að ég fæ námslánin mín örugglega ekkert fyrr en í mars...
Annars fékk ég eina einkunn í vikunni, þvílíka snilldin, fyrir hópverkefnið sem við kynntum 30.janúar og hópurinn minn fékk hæstu einkunnina og það líka hæstu einkunn sem gefin hefur verið í allan vetur. Við vorum auðvitað voða montin með þetta enda engin smá vinna sem lá að baki. Alltaf hvatning þegar svona einkunnir koma í hús...vona bara að prófin og markaðsfræðin hafi gengið vel líka ;)
***
Við Atli erum að reyna að minnka nammiátið og óhollustunna sem við höfum legið í síðustu vikur!!! Ég var auðvitað í smá fríi frá skólanum í byrjun febrúar og Atli ekki búinn að fá neina vinnu þannig að við duttum svolítið mikið í nammiát og óhollustu...nú er bara að taka sig á þó svo við ætlum ekki að umturna öllu ;)
***
Annars er ég að reyna að byrja á lokaritgerð í einu fagi, ætla að skrifa um Internal Branding og skoða hvernig Eimskip hefur verið að haga þessum málum hjá sér og hvað fyrirtækið mætti gera betur. Verst hvað það er erfitt að finna upplýsingar um þetta enda eru fyrirtæki ekkert að gefa upp branding leyndarmálin sín ;) En þetta verður allavega lærdómsríkt verkefni :)

Thursday, 19 February 2009

Kínverska og bíó

Mætti í kínverskutíma í morgun og það gekk bara fínt, kennarinn er voða hjálplegur að undirbúa okkur fyrir prófið sem verður 2.apríl...erum að byrja að rifja upp það sem við byrjuðum að læra fyrst í haust. Eftir tímann bauð svo deildin okkur út að borða á kínverskan veitingastað í hádeginu, þrír kennarar komu með okkur og við reyndum auðvitað eins og við gátum að panta matinn okkur á kínversku ;) Ég fékk með vorrúllur í forrrétt og grænmetisrétt í Satay/Satæ sósu í aðalrétt, bragðaðist bara ágætlega.
***
Við Atlí kíktum svo í ræktina seinnipartinn og púluðum aðeins...ætlum að reyna að halda okkur í smá hreyfingu reglulega og bæta heilsuna :)
***
Við kíktum svo í bíó um kvöldmatarleytið, fórum með Brittu í CineWorld sem er að mér skilst stærsta bíóið í Breltandi...a.m.k. í Skotlandi...hahaha á svona 6 hæðum eða svo og endalaust mikið af sölum. Það var reyndar uppselt á myndina sem við ætluðum á þannig að við fórum í staðinn að sjá "Confessions of a shopaholic" þar sem það var eina myndin sem var ekki uppselt á fyrir utan einhverja hryllingsmynd....og það er ekki séns að ég horfi á hryllingsmyndir! Myndin kom samt bara á óvart og við gátum öll hlegið að þessu.
***
Annars hitti ég verðandi leiðbeinandann minn að masters-lokaritgerðinni í gær. Þetta er alveg frábær kennari, hefur kennt mér í þremur fögum. Hann var efst á lista hjá mér yfir leiðbeinendur og núna hefur hann staðfest mig...þannig að ég er alveg þvílíkt ánægð.
Ég þarf svo líka að skila inn ritgerð í mars hjá þessum kennara í einu valfaginu og hann er að aðstoða mig með það líka. Á morgun ætla ég svo að byrja fyrir alvöru að leita mér heimilda fyrir skrifin :) Endilega sendið mér hvatningu og góðar hugsanir til að auðvelda mér að halda lærdómseinbeitingu ;)

Wednesday, 18 February 2009

Nýjar myndir á myndasíðunni okkar

Jæja, ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna okkar. Þetta eru reyndar allt myndir frá því í nóvember og desember en ég get því miður ekki sett inn fleiri myndir í bili þar sem myndakvótinn minn er búinn í bili
***
Við Atli fórum í heilsumælinguna í gær og komum bara þokkalega út, auðvitað alltaf eitthvað sem þarf að laga. Þá vitum við allavega hvaða markmið við getum sett okkur. Kom mér reyndar mest á óvar hversu hátt kólesterólmagn ég er með, 7,02. Þjálfarinn sagði að þetta væri mjög mikið fyrir konu á mínum aldri og miðað við hvað ég er tiltölulega fit...allavega ekki með mikið af björgunarhringjum ;) En markmiðið er þá að ná kólesterólinu niður...þarf að ná því niður í a.m.k. 5...
***
Tókum okkur til í eldhúsinu og elduðum okkur kjúklingalasagna í kvöldmatinn. Reyndar eru auðvitað ekki sömu sósurnar og vörurnar og heima en við spunnum bara inn í eyðurnar eins og við gátum og auvitað kom þetta vel út með hvítlauksbrauði og grænmeti...já já núna er það hollustan með...maður verður að taka smá skref í átt að hollari lífstíl :)

Monday, 16 February 2009

Enginn skóli í dag

Og ég svaf til hádegis!!! já já, þarf að fara að snúa sólarhringnum aftur við svo ég geti vaknað á morgnana...
***
Í dag fórum við Atli á leiguskrifstofuna til að athuga með framlengingu á leigunni á íbúðinni því samningurinn rennur út í mars....erum svona að velta fyrir okkur hvort við eigum að skipta um íbúð og fara í aðeins minni íbúð með einu svefnherbergi...kannski engin ástæða til að vera að borga 25-30þúsund krónur meira á mánuði fyrir aukaherbergi sem við notum ekkert. Ætlum að melta þetta á næstu dögum...
Svo kíktum við líka á atvinnuskrifstofu....og við vorum spurð hvort við værum PÓLVERJAR!!! Við vorum ekki beint sátt við þessa samlíkingu...hahaha....!!!
***
Svo var fjárfest í smá eldhúsáhöldum t.d. eldföstumóti, klakaboxum, þvottaefni og fleiru sem var orðið af skornum skammti hérna. Var næstum því búin að kaupa bökunarform fyrir kökur...en svo spurði Atli hvenær ég væri eiginlega vön að baka og þá áttaði ég mig á því að ég baka aldrei! Fyndið þegar maður er úti í búð að þá finnst manni allt svo sniðugt og vill kaupa alls konar dót sem maður notar svo kannski aldrei ;)
***
Á morgun förum við Atli svo í "heilsumælingu" í ræktinni, við eigum bæði pantaðan tíma þar sem blóðþrýstingur verður mældur, fituprósenta, kolesteról, gert þrekpróf og fleira á okkur. Við sjáum svo til hvar við stöndum. Svo verða næstu mánuðir notaðir til að reyna að bæta sig...það er því um að gera að nýra kvöldið í kvöld í botn í að borða óhollustu því eftir daginn á morgun verðum við að fara að passa okkur aðeins. Við ætlum þó ekki að fara í eitthvða heavy átak, það verður alveg leyft að fá sér einn og einn öllara um helgar og svona....en kannski ekki eins mikið af nammi og óhollustu eins og við höfum lifað á síðustu daga og vikur...hahaha...sjáum til hvernig það fer :)

Sunday, 15 February 2009

Fullt hús af mat!

Já, eftir að Atli flutti í 125 Bell Street þá lítur ísskápurinn miklu myndarlegri út :) Þegar ég var ein hérna nennti ég ekki að vera að versla mikið í matinn og sömu hlutirnir voru alltaf inni í ísskáp...mjólk, smjör, stur, skinka, marmelaði, jógúrt og kannski appelsínusafi...en núna...núna er öldin önnur....ísskápurinn er gjörsamlega úttroðinn af girnilegum mat...egg, bacon, grænmeti, ávextir, ýmiss drykkjaföng, Cheerios í skápnum, íslenskt nammi og margt fleira...ég get ekki kvartað :)
***
Annars fórum við Atli út að borða í gær á Valentínusardaginn....reyndar höfum við aldrei haldið upp á þennan dag en okkur fannst tilvalið að nota tækifærið og fá okkur eitthvað gott að borða. Löbbuðum um miðbæinn og auðvitað voru allir veitingastaðir stútfullir...en að lokum enduðum við á Wagamama sem er rosa vinsæll Japanskur veitingastaður. Fengum okkur djúpsteiktar risarækjur í kókos í forrétt og í aðalrétt var svo kjúklingur í einhvers konar karrýsósu, hrísgrjón og grænmeti. Þetta var ekkert smá gott....pottþétt að þegar við fáum gesti næst þá förum við með þá á þennan veitingastað :) Við eyddum svo kvöldinu uppi í sófa og horfðum á sjónvarpsþætti til skemmtunar ;)
***
Það var svo sofið út í morgun...en núna þarf ég að taka upp kínverskubækurnar og rifja aðeins upp. Ég hitti svo Brittu og eina kínverska stelpu seinna í dag til að læra kínversku saman...voða gott að hafa eina kínverska með sér í liði sem getur aðstoðað þegar við erum í erfiðleikum með framburðinn :) Jæja, segi þetta gott í bili. knús frá Glasgow :)

Tuesday, 10 February 2009

Skólinn byrjaður aftur

Já, ágætt að vera byrjaður í skólanum aftur...kemst alltaf smá rútína á hlutina þá...þó svo ég sé kannski ekki alveg kominn í brjálað lærdómsstuð ;) Annars fengum við próftöfluna okkar í dag fyrir vorið, Fyrst prófið er 2.apríl í kínversku, ég er rosa ánægð með það...klára það bara af og þá þarf maður ekki að spá í því meira. Svo verða tvö próf í endan á apríl. Sumir í bekknum tóku valfag sem verður kennt í maí en ég valdi vafag sem ég er í þessa vikuna þannig að ég get byrjað á lokariterðinni minni strax í maí...það er held ég bara flott mál :)
***
Annars fórum við Atli og keyptum okkur mixer í gær til að búa til boost í. Reynar er ekki hægt að fá skyr herna en við notumst bara við hreint jógúrt í staðinn :)
***
Kíktum líka í smá mótorhjólaleiðangur í gær....það eru þrjár mótorhjólabúðir hérna í sömu götunni og við fórum aðeins til að kíkja á úrvalið. Ein búðin, Ducati Glasgow, er reyndar lokuð á mánudögum en þar er hægt að fjárfesta í dekkjum, aukahlutum og Ducati varningi. Svo var líka ein búð, Hein Gericke, hún bauð upp á alls konar leður og hlífðarfatnar frá t.d. Alpinestars og Dainese. Þetta lofar bara góðu...en við keyptum þó ekkert í þetta skiptið...maður er víst að reyna að spara aurana ;)
***
Jæja, maturinn er víst tilbúinn...lasagna með hvítlauksbrauði....
See you later,
Sæunn :)

Saturday, 7 February 2009

Frí frá skólanum & letilíf

Ég veit ég hef ekki bloggað í viku!!! Já ég er ekki að standa mig...
***
Við Atli erum búin að hafa það alveg æðislegt þessa viku sem ég er búin að vera í fríi frá skólanum...Erum búin að sofa út, borða góðan mat, horfa á fullt af skemmtilegum þáttum sem ég hef ekki getað leyft mér síðan í haust, versla, fara í ferðalög og hitta krakkana í bekknum.
***
Það snjóaði aðeins í Glasgow í vikunni....var auðvitað allt á kafi í snjó á suður Englandi og við fengum smá skammt af því þó svo snjórinn hafi varla náð að festast á jörðinni. En það var ótrúlega gaman að fylgjast með indverjunum og krökkunum frá Asíu í bekknum mínum...þau voru að sjá snjó í fyrsta skipti á ævi sinni og þau misstu sig alveg úti í snjónum í snjókasti og búa til snjókarla...Við Atli kíktum aðeins í búðir og Atli fjárfesti í einni North Face flíspeysu enda er búið að vera svolítið kalt hérna síðustu daga :)
***
Á þriðjudaginn kíktum við í afmæli til einnar stelpu, Michelle, í bekknum mínum. Hún hafi smá veitingar og við Atli komum með súkkulaðiköku í desert. Hún var voða ánægð með þetta allt saman :) Sungum svo auðvitað afmælissönginn handa henni :)
***
Á miðvikudaginn var svo farið í kvöldmatarboð til Ankit, frá Indlandi, í bekknum mínum. Það var nú ekkert sérstakt tilefni...en þar sem við erum öll í fríi var ákveðið að reyna að nýta tímann í eitthvað sniðugt. Það var boðið upp á ekta inverskan mat....bragðmikill og sterkur. Bragðaðist rosalega vel...mest megnis grænmetisréttir og Atli var mjög ánægður með þetta. Við Íslendingar kunnum bara ekki að búa til almennilega grænmetisrétti...a.m.k. ekki ég :) Það var svo aðeins dansað og tjúttað eftir matinn...skemmtilega við Indverjana að nánast enginn þeirra drekkur áfengi en samt er enginn feiminn við að dansa á fullu edrú...þetta myndi aldrei gerast í íslensku "partýi" að allir séu edrú og dansa samt á fullu :)
***
Á fimmtudagskvöldið kíktum við Atli, Andreas og Thomas til Zizi og Dave í smá spjall og bjór. Spjölluðum fram eftir kvöldi, hlustuðum á góða tónlist og höfðum það kósí.
***
Í gær, föstudag, fórum ég, Atli, Britta, Preeti, Suruchi og Andreas saman í Kelvingrove museum - þetta er stærsta safnið hérna í Glasgow með sögu Skotlands, náttúrmynjasafn, uppstoppuð dýr, risaeðlur, listaverk og nánast hvað sem er. Besta við Glasgow er að það er nánast frítt á öll söfn hérna....algjör snilld....hvetur nemendur og aðra til að drekka í sig menningu þjóðarinnar :) Eftir safnið fengum við okkur góðan hádegisverð og litum svo aðeins við í Glasgow University en skólinn er nánast eins og kastali. Rosalega flott og virðuleg bygging.
***
Í dag fórum við svo í smá dagsferð til Ayr með Brittu og Preeti. Tókum lestina í ca. klukkustund frá Glasgow Central Station til Ayr og löbbuðum um ströndina, skoðunum bæinn, búðir og fengum okkur að borða. Gaman að skoða þessa litlu bæi sem liggja fyrir utan Glasgow...líka gaman að fara í aðeins annað umhverfi.
***
Þannig að við erum heldur betur búin að vera dugleg síðustu vikuna í smáferðum, skoðunarferðum, matarboðum, búðarferðum og fleira :) Eins gott að nýta tímann á meðan maður hefur hann...skólinn byrjar nefninlega á fullu aftur á mánudaginn....þá verður víst engin bjór og sjónvarpsgláp á kvöldin....en ég er þá allavega búin að fá smá útrás fyrir stuði og afslöppun í bland þannig að ég er alveg tilbúin í lærdóm í næstu viku. Við skulum svo sjá hversu lengi þessi jákvæða hugsun dugi...hahahaha :)
***
P.s. ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir með þessari færslu en ég virðist ekki getað upload-að myndum núna...þannig að það verður bara að bíða betri tíma...

Sunday, 1 February 2009

Atli loksins kominn til Glasgow

Já...síðustu tveir dagar eru heldur betur búnir að vera æðislegir. Á föstudaginn kláraði ég lokakynninguna mína á viðskiptahugmyndinni okkar og allt gekk bara rosalega vel. Þannig að núna er fyrsta önnin í skólanum "officially" búin...svo lengi sem ég nái prófunum sem ég var í um miðjan janúar. Við skulum vona að það hafi allt saman gengið vel upp :)
***
Seinnipartinn á föstudaginn kom svo Atli minn líka til Glasgow...loksins...mér finnst ég búin að bíða endalaust lengi eftir honum. Þvílíka ljúfa lífið :) Frí frá skólanum í viku og get notið þess að dúllast með honum Atlamann á meðan :) Í gærkvöldi, laugardagskvöld, fórum við Atli svo út að borða með 12 krökkum í bekknum mínum. Fengum okkur nokkra drykki og kíktum á einn skemmtistað. Vorum samt eitthvað svo þreytt að við fórum bara snemma heim. Samt ótrúlega gaman að kynna Atla loksins fyrir krökkunum

***
Vöknuðum svo í morgun og Atli eldaði egg og beikon fyrir okkur í morgunmat...mmmm...bara gott :) Dagurinn í dag er svo búinn að vera algjör letidagur...en á morgun þurfum við að stússast aðeins, fá auka lykla að íbúðinni o.fl. Annars vorum við að enda við að horfa á Fréttir á RÚV á netinu...hef ekki fattað að gera það sjálf á meðan ég hef verið ein hérna úti...en voðalega þæginlegt að geta fylgst betur með heima og horft á almennilegar fréttir :)