Ég veit ég hef ekki bloggað í viku!!! Já ég er ekki að standa mig...
***
Við Atli erum búin að hafa það alveg æðislegt þessa viku sem ég er búin að vera í fríi frá skólanum...Erum búin að sofa út, borða góðan mat, horfa á fullt af skemmtilegum þáttum sem ég hef ekki getað leyft mér síðan í haust, versla, fara í ferðalög og hitta krakkana í bekknum.
***
Það snjóaði aðeins í Glasgow í vikunni....var auðvitað allt á kafi í snjó á suður Englandi og við fengum smá skammt af því þó svo snjórinn hafi varla náð að festast á jörðinni. En það var ótrúlega gaman að fylgjast með indverjunum og krökkunum frá Asíu í bekknum mínum...þau voru að sjá snjó í fyrsta skipti á ævi sinni og þau misstu sig alveg úti í snjónum í snjókasti og búa til snjókarla...Við Atli kíktum aðeins í búðir og Atli fjárfesti í einni North Face flíspeysu enda er búið að vera svolítið kalt hérna síðustu daga :)
***
Á þriðjudaginn kíktum við í afmæli til einnar stelpu, Michelle, í bekknum mínum. Hún hafi smá veitingar og við Atli komum með súkkulaðiköku í desert. Hún var voða ánægð með þetta allt saman :) Sungum svo auðvitað afmælissönginn handa henni :)
***
Á miðvikudaginn var svo farið í kvöldmatarboð til Ankit, frá Indlandi, í bekknum mínum. Það var nú ekkert sérstakt tilefni...en þar sem við erum öll í fríi var ákveðið að reyna að nýta tímann í eitthvað sniðugt. Það var boðið upp á ekta inverskan mat....bragðmikill og sterkur. Bragðaðist rosalega vel...mest megnis grænmetisréttir og Atli var mjög ánægður með þetta. Við Íslendingar kunnum bara ekki að búa til almennilega grænmetisrétti...a.m.k. ekki ég :) Það var svo aðeins dansað og tjúttað eftir matinn...skemmtilega við Indverjana að nánast enginn þeirra drekkur áfengi en samt er enginn feiminn við að dansa á fullu edrú...þetta myndi aldrei gerast í íslensku "partýi" að allir séu edrú og dansa samt á fullu :)
***
Á fimmtudagskvöldið kíktum við Atli, Andreas og Thomas til Zizi og Dave í smá spjall og bjór. Spjölluðum fram eftir kvöldi, hlustuðum á góða tónlist og höfðum það kósí.
***
Í gær, föstudag, fórum ég, Atli, Britta, Preeti, Suruchi og Andreas saman í Kelvingrove museum - þetta er stærsta safnið hérna í Glasgow með sögu Skotlands, náttúrmynjasafn, uppstoppuð dýr, risaeðlur, listaverk og nánast hvað sem er. Besta við Glasgow er að það er nánast frítt á öll söfn hérna....algjör snilld....hvetur nemendur og aðra til að drekka í sig menningu þjóðarinnar :) Eftir safnið fengum við okkur góðan hádegisverð og litum svo aðeins við í Glasgow University en skólinn er nánast eins og kastali. Rosalega flott og virðuleg bygging.
***
Í dag fórum við svo í smá dagsferð til Ayr með Brittu og Preeti. Tókum lestina í ca. klukkustund frá Glasgow Central Station til Ayr og löbbuðum um ströndina, skoðunum bæinn, búðir og fengum okkur að borða. Gaman að skoða þessa litlu bæi sem liggja fyrir utan Glasgow...líka gaman að fara í aðeins annað umhverfi.
***
Þannig að við erum heldur betur búin að vera dugleg síðustu vikuna í smáferðum, skoðunarferðum, matarboðum, búðarferðum og fleira :) Eins gott að nýta tímann á meðan maður hefur hann...skólinn byrjar nefninlega á fullu aftur á mánudaginn....þá verður víst engin bjór og sjónvarpsgláp á kvöldin....en ég er þá allavega búin að fá smá útrás fyrir stuði og afslöppun í bland þannig að ég er alveg tilbúin í lærdóm í næstu viku. Við skulum svo sjá hversu lengi þessi jákvæða hugsun dugi...hahahaha :)
***
P.s. ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir með þessari færslu en ég virðist ekki getað upload-að myndum núna...þannig að það verður bara að bíða betri tíma...