Það er farið að hlýna aðeins í Glasgow, búið að vera 8-10 stiga hiti síðustu daga, voða ljúft. Þessu fylgir auðvitað fleiri mótorhjól úti á götu sem gerir mig og sérstaklega Atla alveg sjúk í að senda mótorhjólið okkar hingað frá Íslandi...ætlum samt aðeins að bíða með það svo meta stöðuna í mars...
***
Ég er enn að bíða eftir einkunnum síðustu annar, á eftir að fá úr tveimur prófum og einu markaðsfræðiverkefni...frekar þreytandi því ég fæ ekki námslánin mín fyrr en ég get sýnt fram á einkunnir síðustu annar. Þannig að ég fæ námslánin mín örugglega ekkert fyrr en í mars...
Annars fékk ég eina einkunn í vikunni, þvílíka snilldin, fyrir hópverkefnið sem við kynntum 30.janúar og hópurinn minn fékk hæstu einkunnina og það líka hæstu einkunn sem gefin hefur verið í allan vetur. Við vorum auðvitað voða montin með þetta enda engin smá vinna sem lá að baki. Alltaf hvatning þegar svona einkunnir koma í hús...vona bara að prófin og markaðsfræðin hafi gengið vel líka ;)
***
Við Atli erum að reyna að minnka nammiátið og óhollustunna sem við höfum legið í síðustu vikur!!! Ég var auðvitað í smá fríi frá skólanum í byrjun febrúar og Atli ekki búinn að fá neina vinnu þannig að við duttum svolítið mikið í nammiát og óhollustu...nú er bara að taka sig á þó svo við ætlum ekki að umturna öllu ;)
***
Annars er ég að reyna að byrja á lokaritgerð í einu fagi, ætla að skrifa um Internal Branding og skoða hvernig Eimskip hefur verið að haga þessum málum hjá sér og hvað fyrirtækið mætti gera betur. Verst hvað það er erfitt að finna upplýsingar um þetta enda eru fyrirtæki ekkert að gefa upp branding leyndarmálin sín ;) En þetta verður allavega lærdómsríkt verkefni :)
No comments:
Post a Comment