Sunday, 1 February 2009

Atli loksins kominn til Glasgow

Já...síðustu tveir dagar eru heldur betur búnir að vera æðislegir. Á föstudaginn kláraði ég lokakynninguna mína á viðskiptahugmyndinni okkar og allt gekk bara rosalega vel. Þannig að núna er fyrsta önnin í skólanum "officially" búin...svo lengi sem ég nái prófunum sem ég var í um miðjan janúar. Við skulum vona að það hafi allt saman gengið vel upp :)
***
Seinnipartinn á föstudaginn kom svo Atli minn líka til Glasgow...loksins...mér finnst ég búin að bíða endalaust lengi eftir honum. Þvílíka ljúfa lífið :) Frí frá skólanum í viku og get notið þess að dúllast með honum Atlamann á meðan :) Í gærkvöldi, laugardagskvöld, fórum við Atli svo út að borða með 12 krökkum í bekknum mínum. Fengum okkur nokkra drykki og kíktum á einn skemmtistað. Vorum samt eitthvað svo þreytt að við fórum bara snemma heim. Samt ótrúlega gaman að kynna Atla loksins fyrir krökkunum

***
Vöknuðum svo í morgun og Atli eldaði egg og beikon fyrir okkur í morgunmat...mmmm...bara gott :) Dagurinn í dag er svo búinn að vera algjör letidagur...en á morgun þurfum við að stússast aðeins, fá auka lykla að íbúðinni o.fl. Annars vorum við að enda við að horfa á Fréttir á RÚV á netinu...hef ekki fattað að gera það sjálf á meðan ég hef verið ein hérna úti...en voðalega þæginlegt að geta fylgst betur með heima og horft á almennilegar fréttir :)

No comments: