Thursday, 26 February 2009

Klippingin endaði vel og bakstur framundan

Eins gott að blogga þar sem nokkrir voru farnir að hafa áhyggjur af því að klippingin og strípurnar hefðu endað svo illa að ég væri ennþá vælandi heima!!! Hahaha...nei nei, ég er bara mjög ánægð með stípurnar, örlítið ljósari en vanalega...en lít bara á þetta sem sumarlitinn ;) Það var meira að segja aðeins ódýrara að fara í klippingu og litun hérna heldur en heima á Íslandinu en ég fann samt alveg fyrir því að stúlkurnar hérna eru ekki eins vandvirkar og Margrét mín á Hársnyrtistofunni á Laugarvegi :)
***
Við Atli erum svo búin að vera að þræða verslanirnar hérna í nágrenninu þar sem við ætlum að baka aðeins um helgina :) Virðist vera svolítið erfitt að komast í bökunardeildir í þessum búðum en eftir að hafa farið í fjórar búðir vorum við komin með flest sem við þurftum...hveiti, sykur, flórsykur, kakó, smjörlíki, vanilludropa, kókos og sitthvað fleira. Um helgina ætlum við a.m.k. að byrja á að baka skúffuköku og aldrei að vita nema maður geri skonsur eða próteinkökur í leiðinni :) Sveina er búin að vera að senda okkur ýmsar uppskriftir svo við getum hafið tilraunastarfsemina í eldhúsinu...takk takk Sveina:) Ef ég þekki Atla minn rétt þá á hann eftir að hrista þetta allt fram úr annarri erminni ;) Mmm...get ekki beðið eftir að fá volga súkkulaðiköku og ískalda mjólk.... :)

No comments: