Mætti í kínverskutíma í morgun og það gekk bara fínt, kennarinn er voða hjálplegur að undirbúa okkur fyrir prófið sem verður 2.apríl...erum að byrja að rifja upp það sem við byrjuðum að læra fyrst í haust. Eftir tímann bauð svo deildin okkur út að borða á kínverskan veitingastað í hádeginu, þrír kennarar komu með okkur og við reyndum auðvitað eins og við gátum að panta matinn okkur á kínversku ;) Ég fékk með vorrúllur í forrrétt og grænmetisrétt í Satay/Satæ sósu í aðalrétt, bragðaðist bara ágætlega.
***
Við Atlí kíktum svo í ræktina seinnipartinn og púluðum aðeins...ætlum að reyna að halda okkur í smá hreyfingu reglulega og bæta heilsuna :)
***
Við kíktum svo í bíó um kvöldmatarleytið, fórum með Brittu í CineWorld sem er að mér skilst stærsta bíóið í Breltandi...a.m.k. í Skotlandi...hahaha á svona 6 hæðum eða svo og endalaust mikið af sölum. Það var reyndar uppselt á myndina sem við ætluðum á þannig að við fórum í staðinn að sjá "Confessions of a shopaholic" þar sem það var eina myndin sem var ekki uppselt á fyrir utan einhverja hryllingsmynd....og það er ekki séns að ég horfi á hryllingsmyndir! Myndin kom samt bara á óvart og við gátum öll hlegið að þessu.
***
Annars hitti ég verðandi leiðbeinandann minn að masters-lokaritgerðinni í gær. Þetta er alveg frábær kennari, hefur kennt mér í þremur fögum. Hann var efst á lista hjá mér yfir leiðbeinendur og núna hefur hann staðfest mig...þannig að ég er alveg þvílíkt ánægð.
Ég þarf svo líka að skila inn ritgerð í mars hjá þessum kennara í einu valfaginu og hann er að aðstoða mig með það líka. Á morgun ætla ég svo að byrja fyrir alvöru að leita mér heimilda fyrir skrifin :) Endilega sendið mér hvatningu og góðar hugsanir til að auðvelda mér að halda lærdómseinbeitingu ;)
2 comments:
þarft þú á hvattningu að halda eftir sem mér er sagt þá ertu samviskan uppmáluð er kemur að lærdómi,,gangiþér vel
Takk takk Sveina mín, öll hvatning vel þegin :) knús knús frá okkur Atla xxx :)
Post a Comment