Monday, 23 February 2009

Langþráður Grjónagrautur og frábær einkunn

Já, viti menn, ég eldaði grjónagraut í kvöldmatinn...mmmm hvað hann var góður...ég var bara farin að sakna mömmu grautsins svo mikið....Atli hoppaði hins vegar ekki hæð sína af gleði yfir grautunum eins og ég...en hann lét sig hafa það og sagði meira segja að hann væri góður :) Ef fyrir þá sem ekki vita þá finnst Atla grjónagrautur ekki vera kvöldmatur ;)
***
Er á fullu að leita að heimildum fyrir Branding ritgerðina mína...gengur svona lala...erfitt að finna upplýsingar um Internal Branding hjá fyrirtækjum en ég er einmitt að skrifa um Eimskip þannig að ég gætti að geta nýtt mér þá reynslu sem ég hef hjá fyrirtækinu.
***
Annars fékk ég eina einkunn í dag, einkunn fyrir markaðsfræði-lokaritgerðina sem ég skilaði 30.janúar. Ég fékk hæstu einkunnina í bekknum (allavega svo ég viti til en flestir voru í skólanum í dag þegra einkunnirnar voru gefnar út)...og er alveg í skýjunum yfir þessu :) Þessi ritgerð var einmitt um Market Entry fyrir Eimskip í Suður Kóreu...aldrei að vita nema þetta nýtist manni í framtíðinni ;)
Ég vona bara að þessi einkunn kveiki aðeins undir metnaðinum þessa dagana...ég er búin að vera eitthvað ótrúlega löt við að læra...vona að ég taki mig til og verði öflug á morgun og það sem eftir er af vikunni :)
***
*Bolla***Bolla*

No comments: