Jæja, ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna okkar. Þetta eru reyndar allt myndir frá því í nóvember og desember en ég get því miður ekki sett inn fleiri myndir í bili þar sem myndakvótinn minn er búinn í bili
***
Við Atli fórum í heilsumælinguna í gær og komum bara þokkalega út, auðvitað alltaf eitthvað sem þarf að laga. Þá vitum við allavega hvaða markmið við getum sett okkur. Kom mér reyndar mest á óvar hversu hátt kólesterólmagn ég er með, 7,02. Þjálfarinn sagði að þetta væri mjög mikið fyrir konu á mínum aldri og miðað við hvað ég er tiltölulega fit...allavega ekki með mikið af björgunarhringjum ;) En markmiðið er þá að ná kólesterólinu niður...þarf að ná því niður í a.m.k. 5...
***
Tókum okkur til í eldhúsinu og elduðum okkur kjúklingalasagna í kvöldmatinn. Reyndar eru auðvitað ekki sömu sósurnar og vörurnar og heima en við spunnum bara inn í eyðurnar eins og við gátum og auvitað kom þetta vel út með hvítlauksbrauði og grænmeti...já já núna er það hollustan með...maður verður að taka smá skref í átt að hollari lífstíl :)
No comments:
Post a Comment