Ég og Britta hittumst í gær til að læra smá kínversku, erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir prófið sem er í byrjun maí. Í framhaldinu fórum við yfir til Preeti og við þrjár elduðum okkur kvöldmat og gerðum smá desert í leiðinni...heppnaðist bara mjög vel hjá okkur. Við horfðum svo á Bollywood mynd sem var hvorki meira né minna en þrír og hálfur klukkutími...típísk ástarmynd sem endar vel ;)
***
Í dag bakaði Atli svo skúffuköku....vááá hvað hún var æðislega góð...volg með ískaldri mjólk...algjör klassík :) Ég er svo búin að vera að lesa Strategy greinar í dag fyrir fagið sem ég er að fara að byrja í á mánudaginn, verður brjáluð keyrsla í næstu viku...á örugglega ekki eftir að sjá Atla minn mikið....
***
Í kvöld prófuðum við Atli svo að búa til indverskan/nepalskan grænmetisrétt...ég setti reyndar aðeins of mikið af salti í hann en þetta smakkaðist bara nokkuð vel. Sósan/ídýfan er svaka spæsí...inniheldur til að mynda fjórar teskeiðar af chilli...Atli var alveg að fíla það í tætlur ;)
Knús frá Glasgow...xxx
No comments:
Post a Comment