Monday, 16 February 2009

Enginn skóli í dag

Og ég svaf til hádegis!!! já já, þarf að fara að snúa sólarhringnum aftur við svo ég geti vaknað á morgnana...
***
Í dag fórum við Atli á leiguskrifstofuna til að athuga með framlengingu á leigunni á íbúðinni því samningurinn rennur út í mars....erum svona að velta fyrir okkur hvort við eigum að skipta um íbúð og fara í aðeins minni íbúð með einu svefnherbergi...kannski engin ástæða til að vera að borga 25-30þúsund krónur meira á mánuði fyrir aukaherbergi sem við notum ekkert. Ætlum að melta þetta á næstu dögum...
Svo kíktum við líka á atvinnuskrifstofu....og við vorum spurð hvort við værum PÓLVERJAR!!! Við vorum ekki beint sátt við þessa samlíkingu...hahaha....!!!
***
Svo var fjárfest í smá eldhúsáhöldum t.d. eldföstumóti, klakaboxum, þvottaefni og fleiru sem var orðið af skornum skammti hérna. Var næstum því búin að kaupa bökunarform fyrir kökur...en svo spurði Atli hvenær ég væri eiginlega vön að baka og þá áttaði ég mig á því að ég baka aldrei! Fyndið þegar maður er úti í búð að þá finnst manni allt svo sniðugt og vill kaupa alls konar dót sem maður notar svo kannski aldrei ;)
***
Á morgun förum við Atli svo í "heilsumælingu" í ræktinni, við eigum bæði pantaðan tíma þar sem blóðþrýstingur verður mældur, fituprósenta, kolesteról, gert þrekpróf og fleira á okkur. Við sjáum svo til hvar við stöndum. Svo verða næstu mánuðir notaðir til að reyna að bæta sig...það er því um að gera að nýra kvöldið í kvöld í botn í að borða óhollustu því eftir daginn á morgun verðum við að fara að passa okkur aðeins. Við ætlum þó ekki að fara í eitthvða heavy átak, það verður alveg leyft að fá sér einn og einn öllara um helgar og svona....en kannski ekki eins mikið af nammi og óhollustu eins og við höfum lifað á síðustu daga og vikur...hahaha...sjáum til hvernig það fer :)

1 comment:

Anonymous said...

ohhh ég er svo ánægð að þið eruð að byrja í heilsu"átaki" :) maður verður að byrja bara lítið og taka svo stærri og stærri skref...
ánægð með ykkur :)