Wednesday, 17 December 2008

Síðasta blogg fyrir heimkomu...

Ég er varla að trúa þessu sjálf...í fyrramálið flýg ég heim til Íslands...Ég mun vakna í bítið og taka flug-bussinn út á flugvöll kl 6 því ég á flug frá Glasgow til London klukkan 9....svo flýg ég frá London til Keflavíkur kl 13 og lendi á Íslandinu fagra rétt um 16:00 :)
***
Ég vaknaði snemma í morgun og naut þess að fá mér góðan morgunmat og dúlla mér heima áður en ég fór í jólagjafainnkaupin þegar búðirnar opnuðu kl. 10. Var ótrúlega dugleg að versla gjafir...keypti 6 gjafir í dag...mér finnst það bara nokkuð góður árangur. Er samt í smá vandræðum með nokkrar....en ég redda því bara þegar ég kem heim :)
***
Fór auðvitað á Cafe Nero í dag og fékk mér Latte og Blueberry Muffin...vá afgreiðslustelpurnar eru nánast farnar að þekkja mig....þetta er bara svo góð blanda...hahaha. Allavega, þá fannst mér alveg nauðsynlegt að koma við á Nero áður en ég færi heim, er alveg viss um að ekkert íslenskt kaffihús sé með svona góðar bláberjamuffur :)
***
Ég sit uppi á bókasafni núna að eyða tímanum í bókstaflegri merkingu...nú er ekkert eftir nema bara bíða eftir morgundeginum :) Ég er búin að pakka því litla sem ég tek með mér til Íslands. Ég ætla nefninlega að reyna að taka eins lítið og mögulegt er svo ég geti troðfyllt töskuna af dóti sem ég þarf að taka með mér út til Glasgow...ég er t.d. komin með gjörsamlega ógeð af fötunum sem ég er með hérna í Glasgow. Klárlega kominn tími á að endunýja fataskápinn hérna...haha :)
***
Ég var ótrúlega dugleg í gærkvöldi og þreif íbúðina hátt og lágt svo hún verði fín þegar ég kem aftur í janúar...frekar leiðinlegt að þurfa að koma í janúar og byrja á að taka til. En svo á ég líka einn ógirnilegasta ísskáp sem til er í augnablikinu...í ísskápnum mínum eru nákvæmlega smá smjör, tabasco sósa, fersk Timian jurt, eitt jógúrt og mjólkurleyfar...ahaa....ég hef ekki farið að versla í matinn síðastu daga enda á leið til Íslands. Þetta þýðir bara eitt, ég bíð spennt eftir að fá ekta mömmumat þegar ég kem á morgun...er farin að sleikja út um munnvikin...hahaha :)
***
Sjáumst fljótlega...jólaknús
* Sæunn *

Tuesday, 16 December 2008

Öll verkefni yfirstaðin fyrir jól

Óóóó jááá...ég skilaði inn Fjármálaverkefninu í hádeginu og þar með voru öll verkefni fyrir jól yfirstaðin og formlegt jólafrí hafið. Það verður samt auðvitað ekkert almennilegt jólafrí fyrr en ég lendi heima á Íslandinu fagra eftir 2 daga!!!!
***
Ég fór því og fékk mér "jól í augun" í dag og labbaði um allan bæ og kíkti í búðir. Tilgangurinn var auðvitað að hefja jólagjafainnkaupin...en það er alveg á hreinu að það tekur mig smá tíma að komast í eyðslugírin...eða réttara sagt að finna hvað ég vil gefa fólki! Endaði sem sagt með því að ég kom heim rétt fyrir sex og ekki með einn einasta verslunarpoka í hönd!!! Alls ekki nógu góð frammistaða...en ég ætla að leggja höfuðið í bleyti í kvöld og reyna að rumpa þessum jólagjöfum af á morgun :)
***
Síðustu daga er ég búin að vera dugleg að hitta bekkjarfélagana áður en allir fara heim til sín fyrir jólin. Ég, Britta, Preeti, Archena og Michelle elduðum t.d. á sunnudaginn og á mánudaginn fórum við svo að skoða Glasgow University en byggingin er svakalega flott og gömul. Kíktum svo á George Square á jólastemninguna þar og skautasvellið. Læt fylgja nokkrar myndir...


Saturday, 13 December 2008

Í Jólaskapi

Já já ég er komin í trylltan jólagír...að því tilefni setti ég saman smá jólaseríu fyrir ykkur til að njóta...Endilega kíkið á mig á þessum link...
***
***
Vonandi fær þetta ykkur til að brosa...allavega hef ég skemmt sjálfri mér þvílíkt yfir þessu..hahahaha...
***
:) Aðeins 5 dagar í Ísland :)

Friday, 12 December 2008

Til hamingju með afmælið elsku Mamma :)

...Smá afmæliskveðja til elsku mömmu...knús knús yfir internetið :)

Annars var síðasta hópkynningarverkefnið fyrir jólafrí í dag...allt gekk bara vel. Ótrúlega góð tilfinning að vera búin með þetta. Núna er bara eitt Fjármálaverkefni eftir sem ég á að skila í lok næstu viku...gildir 100% af lokaeinkunn....heimapróf...en ég ætla að reyna að klára það á mánudag svo það sé frá og ég get eytt þriðjudag og miðvikudag í verslunarleiðangra. Það væri nú ljúft :)

Við fórum ca. 15 úr bekknum saman í bíó áðan að sjá nýja Bollywood mynd. Jebb, fyrsta Bollywood myndin sem ég fer á í bíó...ótrúlega gaman...fullt af söng og dönsum og hellingur af ást og rómantík...eins gott að Atlimann standi sig í rómantíkinni þegar ég kem heim yfir jólin...ég hef mjög miklar væntingar, sérstaklega eftir alla þessa rómantík í Bollywood myndinni...(smá hint Atli minn...hahahaha)

Kíkti svo aðeins á George Square áðan á leiðinni heim úr bíóinu...allt stemning þar...tónleikar og læti. Tók stutt video til að deila með ykkur. Gæðin ekkert sérstaklega góð enda búið að vera brjálað rok og leiðindaveður í dag....

Thursday, 11 December 2008

VIKA...ótrúlegt en satt :)

Allt að gerast...eftir nákvæmlega viku mun ég örugglega sitja í faðmi fjölskyldunnar og Atla í Mýrinni....hversu yndislegt verður það :)
***
Á morgun er kynningin mikla á Viðskiptahugmyndinni okkar og fyrirtækinu sem við ætlum að opna....í þetta skipti er ég ekki að kynna, verð að svara spurningum. Þannig að ég er tiltölulega afslöppuð í kvöld...alveg ótrúlegt en satt :) góð tilfinning :) Annars sakar ekki ef þið hugsið jákvætt til mín og hópsins míns í fyrramálið...allur stuðningur vel þeginn :)
***
Annað kvöld ætlar bekkurinn minn svo örugglega að hittast og fá okkur eitthvað gott að borða saman og gera okkur dagamun...búin að vera mikil keyrsla alla önnina...og á morgun er síðasti séns fyrir okkur að hittast öll áður en fólk flýgur til síns heima í jólafrí...
***
Ætla að hafa þetta stutt núna, best að drífa sig heim og fara aðeins yfir öll Financial Statement-in sem ég gerði fyrir Viðskiptahugmyndina. Eins gott að hafa allar tölur og mælikvarða alveg á hreinu þar sem ég og ein önnur stelpa munum sjá um að svara öllum spurningum tengdum þeim þar sem hinir í hópnum sáu ekkert um fjármálin í viðskiptahugmyndinni...ég verð liggur við orðinn fjármála eða Accounting gúrú eftir þetta verkefni...heldur betur vinna sem liggur að baki öllum þessum útreikningi :)

Monday, 8 December 2008

Aðeins 10 dagar

Þá eru bara 10 dagar þangað til maður lendir heima á Íslandi!!! Þetta verður enga stund að líða...áður en ég veit af sit ég uppi í flugvél á leiðinni HEIM :)

Annars er nú lítið að frétta....síðasta hópverkefnið fyrir jól á fullu þessa dagana...eins og þið hafið nú fengið að heyra nóg um :) Svo bara lokaverkefni í Finance og þá er þetta komið í bili...

...Stand by me, ooo stand by me...pls stand by me....when the night has come...æ þið vitið alveg hvaða lag þetta er :) fékk þetta lag sent á Facebook frá Báru frænku hans Atla í dag og það gjörsamlega Made My Day...yndislegt :)

Annars elska ég að hlusta á LéttBylgjuna...get hlustað á íslensk jólalög hvenær sem ég vil og komist í jólafílinginn í gegnum internetið áður en ég kem heim til Íslands :) Algjör snilld...ohhh hvað ég elska að vera í góðu jólaskapi :)

Friday, 5 December 2008

Ferð til Troon

Þar sem hópurinn minn skilaði HRM verkefninu degi fyrir skiladag ákváðum ég og Britta að taka daginn í dag frí og fórum í lestarferð til Troon...smábæ fyrir utan Glasow. Lögðum af stað kl 11 í morgun og lestarferðin tók 45 mín. Við löbbuðum um allan bæinn og eftir ströndinni við bæinn, fengum okkur góðan hádegismat og kíktum í búðir og fengum okkur svo heitt Latte áður en við tókum lestina heim til Glasgow kl 16:30. Úfff hvað við höfðum gott af þessari pásu...spjölluðum um allt og ekkert og hlóum endalaust mikið.


***
Á leiðinni heim í lestinni sögðum við varla orð við hvor aðra því við vorum svo búnar á því eftir daginn....held við höfum of mikið af súrefni og útiveru miðað við síðustu vikur og mánuði...hahahah :)
Enduðum svo daginn á jólamarkaðnum í miðbæ Glasgow, fengum okkur þýskar pylsur með öllu :) Jólaskrautið auðvitað út um allt í bænum....Sem sagt alveg frábært dagur í alla staði...Britta er algjör perla :)

Britta bauð mér upp á þessar líka ljúffengu Bratwurst :)
***
Örstutt video
***
Núna er klikkan hálf sjö að kvöldi til og ég er komin upp á bókasafn...þarf að undirbúa mig og finna heimildir fyrir hóphitting morgundagsins...já já...þó svo dagurinn hafi verið frí þá verður maður að nýta kvöldið í lærdóm í staðinn hahaha. Á föstudaginn í næstu viku er skiladagur og kynning á Business Planinu okkar. Heldur betur kröfur fyrir það og allir hóparnir í svolitlum vandræðum með til hvers er ætlast af okkur...kemur í ljós...við gerum allavega okkar besta miðað við þann tíma sem við höfum :)

Thursday, 4 December 2008

Aðeins tvær vikur í Ísland

Já já eftir nákvæmlega tvær vikur verð ég í faðmi fjölskyldunnar og Atla míns heima á Íslandi....vívívíví..það verður æði :)
***
Er uppi í skóla núna að klára mannauðsstjórnunarverkefnið mitt með hópnum mínum. Skiladagur á morgun en við ætlum að skila verkefninu í kvöld því við erum alveg að verða búin....snilldin ein :) Ekkert stress og ekkert vesen :) Allir í hópnum búnir að standa sig vel...allavega eins vel og þeir geta og niðurstaðan er held ég bara ágæt. Verst þó að krakkarnir frá Indlandi, Afríku og Suður-Ameríku nota copy paste allt of mikið sem veldur auðvitað ritstuld. Þannig að ég og Britta erum í því að umorða allar setningar til að koma í veg fyrir að vera ásökuð um plagiarism sem er tekið mjög strangt á í skólanum. Verður að viðurkennast að krakkarnir frá Evrópu kunna mun betur að nota heimildir og vísa rétt í texta.
Allavega, þá erum við mun betur stödd en aðrir hópar sem sitja í stresskasti núna að reyna að klára verkefnin sín.
***
Á morgun verður tekinn "day off"...eða svona að mestu leyti...ætla allvega að leyfa mér að gera það sem ég vil...hahaha...allvega fara niður í bæ og fá smá jól í augun og svona :)

Tuesday, 2 December 2008

Gleðifréttir

Gleðifréttir Gleðifréttir Gleðifréttir...ég verð lengur heima um jólin en ég hafði planað upphaflega...vívívíví...í stað þess að fljúga út til Glasgow 30. desember eins og ég hafði bókað mun ég fljúga aftur út sunnudaginn 4.janúar. Þetta er algjört æði, verður yndislegt að geta eytt áramótunum með fjölskyldunni og Atla...ég get bara ekki líst því með orðum hvað ég er ánægð með þetta. Ég þarf svo innilega á þessu að halda...þó svo ég verði nú að læra á daginn um jólin þá get ég allavega verið í kringum þá sem mér þykir vænst um og slappað af og notið mín á kvöldin. Heldur betur kominn tími á að endurhlaða batteríin....
Annars gengur bara ágætlega með HRM hópverkefnið mitt. Allir að standa sig í stykkinu og það lítur út fyrir að "handritið" verði nokkurn vegin tilbúið á morgun en skiladagur er á föstudaginn. Ég ætla svo innilega að vona að það koma ekki upp eitthvað óvænt rétt undir lokin. Væri nú gaman að geta klárað eitt verkefni án þess að vera í stresskasti :)

Monday, 1 December 2008

Til hamingju með daginn afmælisbörn :)

...Silli bróðir og Mýa eiga afmæli í dag 1.desember....
***
Innilega til hamingju með daginn dúllurnar mínar...ohhh vildi að ég gæri knúsað ykkur í ræmur...þykir endalaust vænt um ykkur :)
*Njótið dagsins í botn*
Já, sem sagt kominn 1.desember...spáið í því!!! vá hvað tíminn líður...en samt líður hann ekki nógu hratt því það eru ennþá 17 dagar þangað til ég kem heim um jólin. Aldrei er maður nú ánægður hahaha...Ég held ég sé orðin obsessed á því að vera að koma heim yfir jólin. Það verður bara svo óendanlega gaman að hitta alla og ég er sko byrjuð að skrifa niður í dagbókina ýmsa hittinga sem eru planaðir. Eins gott að hafa skipulagið í lagi víst manni langar að hitta alla vinina og fjölskyldurnar :)
Fór í ræktina í dag...mmm...alveg frábært tilfinning...ég er að reyna að vinna í stressmálunum hjá mér...þetta gengur bara ekki lengur, ég er allt of stressuð og nú er kominn tími á að finna eitthvað jafnvægi í þetta lærdómsstúss. Þýðir ekkert að minnast þessa skólaárs fyrir ofurstress og vanlíðan..nei nei ég kom nú ekki hingað til þess! Nú hef ég tekið ákvörðun um að fara a.m.k. í ræktina annan hvern dag til að dreyfa huganum og fá smá útrás :) Svo eru matarboðin með nokkrum stelpum í bekknum orðið að föstum lið. Í kvöld ætlum við t.d. að hittast og elda saman og gera svo nokkur dæmi í Fjármálum. Virkar bara svo vel reikna dæmin í hóp og fá feedback á það sem maður gerir. Niðurstaðan verður bara betri fyrir vikið :)
Læt þettá duga í dag, þarf að halda áfram með mannauðsstjórnunarverkefnið mitt...vúhú :)

Sunday, 30 November 2008

Kvöldmatur í góðra vina hóp

Ég og Britta héldum smá matarboð í gærkvöldi í íbúðinni minni fyrir tvær bekkjarsystur okkar, þær Preeti og Michelle. Britta er náttúrulega ekkert venjulegur kokkur...hún er búin að fara á fullt af matreiðslunámskeiðum og læra að elda allra þjóða rétti. Ótrlúlega gaman að henni, fyrst eldaði hún fyrir mig Brasilískan fiskrétt, svo eldaði hún og kærastinn hennar fyrir mig svaka svínalundarétt með parmaskinku og látum og í gær eldaði hún egypsan kjúkling fyrir okkur. Þetta hefur allt bragðast ótrúlega vel hjá henni enda leggur hún ekkert smá í þetta. Í egypska kjúklingnum í gær voru t.d. appelsínur, epli, sítróna, rúsínur, aprókósur, laukur, hrísgrín, möndlur og örugglega 8 tegundir af kryddi...rosewater, Baharat, Curry, Saffron, kanill, grænmetis og kjúklingasoð, salt og pipar.


***




Þetta bragðaðist auðvitað ótrúlega vel, kemur mér eiginlega bara á óvart hvað allir þessi framandi réttir eru góðir. Svo innihalda þeir hráefni sem maður er kannski ekki svo duglegur að nota sjálfur í matargerð t.d. appelsínur, epli, apríkósur og rúsínur. Það er allavega alveg á hreinu að þetta var mjög hollur kvöldmatur :)



***

Eftir matinn var svo hlaðið í sig óhollustinni, heit súkkulaðikaka, núggat og þýskt eðalsúkkulaði...þarf fór öll hollustan! hahaha...:) En þetta var allt mjög gott auðvitað...


***
Við tókum svo smá Ludo spil, hlóum mikið enda þekktum við þetta allar frá því við vorum krakkar en engin okkar hafði spilað Ludó í mörg ár. Sem sagt mjög vel heppnað kvöld í alla staði. Ég fór svo snemma að sofa enda alveg búin á því eftir vikuna.



***
Í morgun var svo varknað snemma og farið út á bókasafn...er á fullu að gera HRM verkefnið, 25 blaðsíðna ritgerð fyrir utan viðauka sem við eigum að skila næsta föstudag. Þetta mjakast allt saman auðvitað...kemur allt að lokum :)

***
Langar svo ótrúlega að breyta flugfarinu mínu heim fyrir jólin eða seinka því fram yfir áramót....er með bókað flug heim 18 des en get í raun flogið heim 13-14 des því síðasti skóladagurinn er föstudagurinn 12des. Mest langar mig þó að breyta fluginu fram yfir áramót...á bókað til Glasgow 30.des en langar að fresta því fram til 4.jan...En það kostar klikkað mikið að breyta flugmiðanum...kostar einhvern 30þúsund kall...úff mér finnst það ekki sanngjarnt...Get ekki beðið eftir að koma heim!!!

Saturday, 29 November 2008

Byrjuð í ræktinni

Hvernig gat ég gleymt því hvað það er yndislegt að fara í ræktina!!!! Reyndar var ég ekkert búin að gleyma því...hef bara alls ekki haft tíma til að fara og þið vitið hvernig þetta er...þegar álagið er mikið þá er það fyrsta sem maður hættir að gera er að fara í ræktina og hugsa um heilsuna!
*
Allavega, þá er ég búin að vera svo löt síðustu vikuna, nenni varla að koma mér í að læra og er stöðugt að hugsa um hvað það er stutt þangað til ég kem heim. Ég ákvað því að drífa mig bara í því að kaupa kort í ræktinni til að geta dreyft huganum aðeins þessar þrjár vikur sem eftir eru. Nú ætla ég að gefa mér pásu til að fara í ræktina annan hvern dag....ég bara verð að gera það til að halda geðheilsunni :) Er ekki alveg að meika þetta álag þessa dagana og að vera stöðugt að hugsa um lærdóm! Ég lærði því í morgun og tók mér svo tveggja tíma pásu til að fara í ræktina rétt áðan. Mmmm yndislegt að fá smá útrás :)
*
Í kvöld ætlum við Britta svo að halda smá matarboð fyrir þrjár aðrar stelpur í bekknum, verðum sem sagt fimm en ég á bara eldhúsáhöld fyrir fjóra! Hmmm...þarf einhvern vegin að redda því. Ætli ég fái ekki bara stelpurnar til að koma með auka diska og hnífapör með sér :) Vona samt að stelpurnar stoppi ekki mjög lengi...ojjj ég veit það er ömurlegt að segja þetta en ég bara verð að reyna að læra aðeins í kvöld líka og fara snemma að sofa...
*
En jæja, best að koma sér að efni dagsins...labour law in Europe!!!

Thursday, 27 November 2008

Montblog

Jæja, það fer að líða að því að ég breytinu nafninu á þessu bloggi í "Montbloggið"...hahaha...það er bara svo gaman að fá einkunnir fyrir verkefni sem eru yfirstaðin. Fékk sem sagt einkunn í dag fyrir kynninguna sem við héldum í gær. Kynningin gekk bara ótrúlega vel og viti menn...hópurinn minn fékk hæstu einkunnina í bekknum hahahaha...jebb jebb..ótrúlega gaman :) Kennarinn hrósaði okkur alveg í bak og fyrir fyrir frammistöðuna...ekki leiðinlegt :) Þetta verkefni gildir 50% af lokaeinkunn í þessu fagi, svo er próf í janúar þannig að maður fer allavega með gott veganesti inn í það próf :)
***
...Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir að deila þessari einkunn með ykkur...
***
Fór annars með bekknum í gær eftir kynninguna og fengum okkur einn kaldan á "skóla-barnum" til að ná okkur aðeins niður eftir kynningarnar. Svo var haldið beint á bókasafnið til að undirbúa næsta verkefni...verð að viðurkenna að þessi eini bjór fékk mig til að geispa frekar mikið...langaði bara að hendast upp í rúm og leggja mig hahaha...þannig að afköstin voru ekki beint mjög mikil í gær :) En ég ætla nú að reyna að vera duglegri í dag...
***
Annars eru akkúrat þrjár vikur í dag þangað til ég kem heim fyrir jólin....21 dagar...

Tuesday, 25 November 2008

Deadline á morgun

Á morgun er kynning á Corporate Social Responsibility hópverkefninu okkar...það verður gott að losna við það svo maður geti nú einbeitt sér að næstu verkefnum...hahaha...ekki eins og maður fái eitthvað frí :) Þegar þessi kynning er búin eru tvö stór hópverkefni eftir ásamt einu einstaklings-fjármálaverkefni. Ég krosslegg bara hendur að þetta gangi allt vel upp...að minnsta kosti er ég í góðum hópum núna fyrir þessi verkefni :)
***
Britta og kæratinn elduðu svínalundir umvafnar í parmaskinku og ferskum kryddjurtum í rjómasósu í gær með smáttsöxuðum steiktum kartöflum og fersku grænmeti...mmmm þetta var æði. Það tók líka sinn tíma að elda þetta þar sem ég á bara eina pönnu þannig að við urðum að byrja að steikja kartöflurnar og svo halda þeim heitum í potti á meðan svínalundirnar voru steiktar á pönnunni. Það var aldeilis sem þau lögðu sig fram við að hafa flotta máltíð :)

Monday, 24 November 2008

Matarboð í kvöld

Jebb jebb, Britta og kærastinn hennar ætla að kíkja í heimsókn í kvöld og elda kvöldmat fyrir mig :) Ekki er það nú verra. Kærastinn hennar er hérna í Glasgow núna í u.þ.b. 5 daga...en hann flýgur alltaf til hennar á tvegja vikna fresti...nææææs...en þau þurfa bara að borga 3.000-6.000krónur fyrir flugfarið fram og til bara frá Þýskalandi með RyanAir. Ekki alveg svo ódýrt að fljúga með Icelandair..hehe
***
Annars er dagurinn í dag búinn að fara í æfingar fyrir kynninguna sem við erum með á miðvikudaginn...frekar strangur kennari sem við erum með þannig að það er eins gott að standa sig. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því...a.m.k. kann ég minn part vel og skirfaði líka handritið fyrir mig og annan í hópnum...þannig að maður er svo sem farinn að þekkja um hvað efnið snýst :)
***
Læt þetta verða að mottói næstu daga
***
"All power is from within and therefore under your control"
***

Sunday, 23 November 2008

Kæruleysi í gærkvöldi...kominn tími til!!!

Allur gærdagurinn fór í hópavinnu þar sem við erum að fara að halda kynningu á miðvikudaginn. Þessi hópur er mjög góður, allir leggja sig fram við að gera sitt besta.
Seinnipartinn, klukkan fimm þegar skólabygginunni var lokað ákváðum við að enda hópavinnuna með því að fara á pöb og fá okkur einn kaldan bjór og spjalla aðeins. Þetta var algjör snilld, allir fengu sér bjór og í framhaldinu var ákveðið að borða saman um kvöldið líka. Við hittumst ca 15 úr bekknum og fengum okkur Tapas í kvöldmatinn. Vá þetta var algjört æði. Eftir matinn fórum við svo á pöb og fengum okkur tvo bjóra í viðbót. Allir skemmtu sér svo ótrúlega vel og ég hafði virkilega gott af því að taka smá kæruleysi á þetta, dressa mig upp, fá mér gott að borða, nokkra bjóra og skilja grámyglulega skólalúkkið eftir heima :)
***
Læt nokkrar myndir fylgja frá gærkvöldinu
Britta, Moriz og Corinne

Andreas, Jonny, Michelle og Preeti

Ég og Betty

Ég og Dmitri

Michelle og Zizi

Jonny, Britta og Corinne

Hassan og Betty

Preeti, Michelle og Zizi

Ég og Britta




Thursday, 20 November 2008

"Here By Me"

Ég er ekki búin að hlusta á tónlist síðan ég kom hingað út...en ég gróf upp iPodinn minn í gærkvöldi og vá hvað það var æðislegt heyra smá tónlist. 3 doors down er í spilum núna...
I hope you’re doing fine out there without me
‘Cause I’m not doing so good without you
The things I thought you’d never know about me
Were the things I guess you always understood
*
So how could I have been so blind for all these years?
Guess I only see the truth through all this fear,
And living without you…
*
And everything I have in this world
And all that I’ll ever be
It could all fall down around me.
Just as long as I have you,
Right here by me.
*
I can’t take another day without you
‘Cause baby, I could never make it on my own
I’ve been waiting so long, just to hold you
And to be back in your arms where I belong
*
Sorry I can’t always find the words to say
But everything I’ve ever known gets swept away
Inside of your love…
*
And everything I have in this world
And all that I’ll ever be
It could all fall down around me.
Just as long as I have you,
Right here by me.
*
As the days grow long I see
That time is standing still for me
When you’re not here
*
Sorry I can’t always find the words to say
Everything I’ve ever known gets swept away
Inside of your love
*
And everything I have in this world
And all that I’ll ever be
It could all fall down around me.
Just as long as I have you,
Right here by me.
*
And everything I have in this world
And all that I’ll ever be
It could all fall down around me.
Just as long as I have you,
Right here by me.
***
Ég er búin að vera með fáránleg lög á heilanum síðustu vikkurnar...þó svo ég hafi ekki hlustað á neina tónlist þá hefur heilinn minn bara ákveðið að grafa upp gömul lög og festa þau á repeat!!! t.d. lagið með "Emil í Kattholti", "Sísí fríkar úti", "ég fíla dilla dilla" og ýmis skemmtilög jólalög..."jólahjól" og "Á fyrsta degi jóla gaf kærastan mín mér..." vá held að heilabúið sé eitthvað að tapa sér...hahahaha...en það er bara gaman að þessu :)

Wednesday, 19 November 2008

Þriðjudagur til þrauta

Er ekki annars þriðjudagur í dag??? Allir dagar einhvern vegin eins hjá manni...

Í dag eru 29 dagar þangað til ég kem heim yfir jólin...spáið í því...minna en mánuður :) Þetta verður nú ekki mikið jólafrí hjá mér það sem það verða þrjú stór verkefni sem við eigum að vinna í fríinu ásamt að læra undir prófin í janúar...spennandi...frekar fyndið að þetta heila ár sem ég er í þessu námi verður aldrei frí! það segja kennararnir...fríið er fyrir þá sjálfa á meðan við erum í verkefnavinnu!! úfff...

Er núna að vinna í International Business og Human Resource Management verkefnum. Vantar einhvern vegin allan metnað í mig í dag...langar bara að fara að versla jólagjafir og hafa það kósí...einhver "down-tími" í gangi hjá mér...kannski eðlilegt eftir alla keyrsluna síðustu vikurnar!! Ég er nú samt ekki í einhverju þunglyndi...langt frá því...það væri bara gott að fá smá hvíld, hitta fjölskylduna og Atla, vinina og spjalla um allt og ekkert :)

Rakst annars á þessa líka skemmtilegu staðreynd þegar ég var að leita eftir heimildum fyrir HRM verkefnið mitt...Glasgow er í þriðja sæti yfir mestu rigningaborgir í Evrópu með að meðaltali 262 rigningadaga á ári...vúhú...

Jæja, back to business....knús... :)

Monday, 17 November 2008

Afmælispartý og jólaljós

Leyfði mér að taka smá pásu um helgina...þ.e. fór í afmælispartý hjá einum í bekknum mínum og fékk mér einn bjór til tilbreytingar. Flestir í bekknum létu sjá sig í afmælinu...frekar fyndið hvað fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvernig partý eru...við frá Evrópu vildum hafa tónlistina frekar lágt stillta til að geta spjallað saman en krakkarnir frá Indlandi vildu hafa allt í botni...en engu að síður var gaman að kíkja aðeins á fólkið og dreyfa aðeins huganum.




Annað áhugavert var að afmælisbarnið fékk frekar undarlega meðhöndlun..jú jú..ég held að myndirnar segi allt sem segja þarf. Indversku vinir hans tóku hann alveg fyrir og hentu honum til og frá um stofuna og að lokum var hann ataður út í súkkulaði og eggjum!!! hmmm...eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður...en hey...mismunandi þjóðir hafa mismunandi hugmyndir um skemmtun...hahaha



Þetta var nú ekki beint afmælismeðferð sem ég hefði óskað mér...reyndar vorum við frá Evrópu öll frekar hissa á súkkulaðiatvikinu...en maður lærir að minnsta kosti ýmislegt nýtt um menningu mismuandi þjóða!!!

*
Á sunnudagskvöldið elduðum við Britta saman kvöldmat, Britta er frá Þýskalandi og er ein af mínum betri vinkonum hérna, eitthvað svo heilsteypt og skipulögð....enda frá Þýskalandi haha :) Hún kom kom með uppástungu að brasilísum rétt sem við elduðum...hann var æði, þetta var fiskréttur með fullt af grænmeti með tómat/kókos/Tabascosósu...hrein snilld. Get ekki beðið eftir að gera tilraunir á Atla með þennan rétt...spicy og bragðmikill :)


Seinna um kvöldið tók ég svo smá göngutúr út að George Square en jólaljósin var kveikt þar um kvöldmatarleytið. Ótrúlega gaman að fá smá "jól í augun".


Næstu dagar munu svo einkennast að brjálæðislegri hópavinnu...vívíví...

***31 dagar í heimkomu ***