Wednesday, 5 November 2008

Celtic vs Man United

Stórleikur í Glasgow í kvöld...hahaha...allir á völlinn...allavega eini karlkyns skotinn í bekknum mínum :) Hann sagðist ekki mæta í skólan á morgun ef Celtic tapar! heldur betur alvara í þessu hérna...
Er að meigla hérna...hef ekkert að blogga um en er gjörsamlega með ritstíflu...er að reyna að skrifa eitthvað um gagnrýni á Hofstede....bleeeee...heilinn á mér ekki alveg að fúnkera. Krakkarnir sem eru með mér í hópverkefninu sögðu við mig í dag að ég væri búin að lesa yfir mig um Hofstede og allt væri örugglega komið í rugl í kollinum á mér..hahaha...góð réttlæting fyrir þau fyrir að lesa ekki meira!
Eftir að ég flutti hingað út þá tóku neglurnar mínar stökkbreytingu! Ég hef aldrei getað safnað nöglum (þrátt fyrir miklar tilraunir og ráðleggingar frá ástkæru Hjördísi minni í Eimskip:) en svo eftir að ég kom hingað út þá hef ég ekki hugsað neitt um neglurnar á mér. Ekki naglalakkað þær einu sinni...og viti menn...ég er komin með þessar líka flottu neglur...sjö níu þrettán...vona að þær brotni ekki allar á næstunni...ég er mikið búin að velta því fyrir mér hver ástæðan væri. Maturinn sem ég borða hérna er ekki mikið öðruvísi en heima....reyndar borða ég mjög mikið brauð hérna og nánast enga ávexti og grænmeti...heheh ekki gott, ég veit! og svo er það kannski vatnið...Í Glasgow er í lagi að drekka vatn úr krönunum en maður finnur samt að það er eitthvað aðeins öðruvísi á bragðið en heima. Kannski það hafi einhver áhrif eða kannski öll kaffidrykkjan....veit ekki...
Jæja...best að snúa sér aftur að Hofstede og þjóðmenningunni :)

4 comments:

Anonymous said...

Djöfulllllll er ég ánægður með að Glasgow vann United...... UUUUhaaaaaa ;)

Anonymous said...

AAAAAndskotinn þeir náðu að jafna.....

Anonymous said...

Til hamingju með neglurnar :) ha ha ha
En þetta er alveg málið borða brauð og sleppa grænmetinu. Eins og þú veist tala ég af eigin reynslu!

HDK

Sæunn said...

Hahaha...Atli greinilega með lýsingu á leiknum í beinni :)

En já Hjördís mín, ég get ekki annað sagt en að ég sé komin í matarflokkinn þinn. Ekkert grænmeti og lítið um ávexti...Ef ég kem ekki fiðruð heim um jólin þá verð ég allavega orðin að gerbollu ;)