Er ekki sagt að ef maður eyðir miklum tíma einn þá byrjar maður að tala við sjálfan sig???
***
Ég er allavega farin að tala við sjálfan mig...og ekki bara í hljóði heldur upp hátt!!! Ég gleymi þá að minnsta kosti ekki íslenskunni á meðan...hehe...ég stóð sjálfa mig að verki í gærkvöldi þegar ég var komin upp í rúm til að fara að sofa að ég var að tala á fullu við sjálfa mig...já já ég viðurkenni það góðfúslega. Ég hugsa að þetta hafi eitthvað að gera með stress....allavega...þegar ég áttaði mig á því að ég var í hörkusamræðum við sjálfa mig ákvað ég að nota tækifærið og hrósa sjálfri mér og hvetja mig áfram upphátt...hahaha...hversu fyndið var það...en viti menn, ég hugsa að það hafi bara virkað vel á mig því ég var búin að vera svo stressuð um kvöldið og alveg ómöguleg yfir þessari hópkynningu sem við erum með á miðvikudaginn. Fannst einhvern vegin ekkert vera að ganga upp...en eftir "sjálfshvatninguna" róaðist ég a.m.k. það mikið að ég náði að sofna...
***
???Haldið þið nokkuð að ég sé gengin af göflunum???
***
Það verður ekki mikið um svefn í nótt...þarf að klára handritið fyrir kynninguna á miðvikudag, mogrundagurinn verður svo notaður í æfingar og fínpússa það sem þarf.
***
Annars byrjaði ég í nýjum áfanga í dag, Fjármálum, vúhú!!! Vonandi man ég eitthvað af því sem Villi Bjarna kenndi okkur í viðskiptafræðinni uppi í HÍ...það bara hlýtur að vera. Allavega gekk fyrsti tíminn fínt fyrir sig, vona að verkefnavinnan verði góð...alveg kominn tími á það...hehe...
3 comments:
vá hvað ég væri til í einhvern skilning í þessum fjármálum!!! ekki alveg að síga inn hjá mér
Maður reynir allavega að byrja bjartsýnn um að maður kunni eitthvað í Fjármálum...þýðir ekkert að byrja á neikvæðu nótunum :)
ef þú ert farin að tala við sjálfa þig þá ertu bara farin að verða eins og mamma þín.... hún talar og talar og talar við sjálfa sig ;)
Post a Comment