Saturday, 1 November 2008

Halloween og supercars

Ég sem ætlaði að taka mér pásu í gærkvöldi og fara í bíó...hahaha...samviskan fór alveg með mig og ég ákvað að vera heima í staðin og lesa! Ennnn...í kvöld fer ég út, Halloween var nefninlega í gær og ein í bekknum okkar ætlar að hafa smá Halloween partý í kvöld. Eina skilyrðið er að koma í einhvers konar búning...eða að minnsta kosti með "bunny-ears", maður verður nú að taka þátt :)
En að öðru..tók eftir þessu í blaðinu í dag...
...Lögreglan á Ítalíu búin að fá sitt þriðja eintak af alvöru lögreglubíl í hendurnar...
...Lamborghini Gallardo...

Kannski að íslenska lögreglan ætti að panta eitt svona eintak til að gera stéttina áhugaverðari...væru eflaust margir sem myndu taka lögreglustarfið í sjálfboðavinnu :)

2 comments:

Anonymous said...

ég myndi allavega ekki fá inn í lögguna þó svo að ég myndi bjóða mig fram... sem eru þó MJÖÖÖÖÖG litlar líkur á að ég geri

Sæunn said...

Hehehe....hmmm og af hverju ætli það sé!!! hahaha