Allur gærdagurinn fór í hópavinnu þar sem við erum að fara að halda kynningu á miðvikudaginn. Þessi hópur er mjög góður, allir leggja sig fram við að gera sitt besta.
Seinnipartinn, klukkan fimm þegar skólabygginunni var lokað ákváðum við að enda hópavinnuna með því að fara á pöb og fá okkur einn kaldan bjór og spjalla aðeins. Þetta var algjör snilld, allir fengu sér bjór og í framhaldinu var ákveðið að borða saman um kvöldið líka. Við hittumst ca 15 úr bekknum og fengum okkur Tapas í kvöldmatinn. Vá þetta var algjört æði. Eftir matinn fórum við svo á pöb og fengum okkur tvo bjóra í viðbót. Allir skemmtu sér svo ótrúlega vel og ég hafði virkilega gott af því að taka smá kæruleysi á þetta, dressa mig upp, fá mér gott að borða, nokkra bjóra og skilja grámyglulega skólalúkkið eftir heima :)
***
Læt nokkrar myndir fylgja frá gærkvöldinu
***
Læt nokkrar myndir fylgja frá gærkvöldinu
1 comment:
Gott hjá þér að fá þér smá pásu, það er svo nauðsynlegt. Hlakka til að fá þig heim sweet thing
Post a Comment