Thursday, 27 November 2008

Montblog

Jæja, það fer að líða að því að ég breytinu nafninu á þessu bloggi í "Montbloggið"...hahaha...það er bara svo gaman að fá einkunnir fyrir verkefni sem eru yfirstaðin. Fékk sem sagt einkunn í dag fyrir kynninguna sem við héldum í gær. Kynningin gekk bara ótrúlega vel og viti menn...hópurinn minn fékk hæstu einkunnina í bekknum hahahaha...jebb jebb..ótrúlega gaman :) Kennarinn hrósaði okkur alveg í bak og fyrir fyrir frammistöðuna...ekki leiðinlegt :) Þetta verkefni gildir 50% af lokaeinkunn í þessu fagi, svo er próf í janúar þannig að maður fer allavega með gott veganesti inn í það próf :)
***
...Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir að deila þessari einkunn með ykkur...
***
Fór annars með bekknum í gær eftir kynninguna og fengum okkur einn kaldan á "skóla-barnum" til að ná okkur aðeins niður eftir kynningarnar. Svo var haldið beint á bókasafnið til að undirbúa næsta verkefni...verð að viðurkenna að þessi eini bjór fékk mig til að geispa frekar mikið...langaði bara að hendast upp í rúm og leggja mig hahaha...þannig að afköstin voru ekki beint mjög mikil í gær :) En ég ætla nú að reyna að vera duglegri í dag...
***
Annars eru akkúrat þrjár vikur í dag þangað til ég kem heim fyrir jólin....21 dagar...

2 comments:

Anonymous said...

Snilli og ekkert annað en snilli!!!
Til hamingju krútt :)

Knús og kossar,
Ester

Sæunn said...

Takk takk Ester mín, knús :)