Wednesday, 19 November 2008

Þriðjudagur til þrauta

Er ekki annars þriðjudagur í dag??? Allir dagar einhvern vegin eins hjá manni...

Í dag eru 29 dagar þangað til ég kem heim yfir jólin...spáið í því...minna en mánuður :) Þetta verður nú ekki mikið jólafrí hjá mér það sem það verða þrjú stór verkefni sem við eigum að vinna í fríinu ásamt að læra undir prófin í janúar...spennandi...frekar fyndið að þetta heila ár sem ég er í þessu námi verður aldrei frí! það segja kennararnir...fríið er fyrir þá sjálfa á meðan við erum í verkefnavinnu!! úfff...

Er núna að vinna í International Business og Human Resource Management verkefnum. Vantar einhvern vegin allan metnað í mig í dag...langar bara að fara að versla jólagjafir og hafa það kósí...einhver "down-tími" í gangi hjá mér...kannski eðlilegt eftir alla keyrsluna síðustu vikurnar!! Ég er nú samt ekki í einhverju þunglyndi...langt frá því...það væri bara gott að fá smá hvíld, hitta fjölskylduna og Atla, vinina og spjalla um allt og ekkert :)

Rakst annars á þessa líka skemmtilegu staðreynd þegar ég var að leita eftir heimildum fyrir HRM verkefnið mitt...Glasgow er í þriðja sæti yfir mestu rigningaborgir í Evrópu með að meðaltali 262 rigningadaga á ári...vúhú...

Jæja, back to business....knús... :)

4 comments:

Sæunn said...

dí ég er alveg í ruglinu...það var miðvikudagur í gær þegar ég skrifaði þetta blogg...ég þarf aðeins að fara að fylgjast betur með hvað tíminn líður hratt :)

Anonymous said...

Hvernig er það þurfum við ekki að fara panta viðtalstíma hjá þér um jólin ?

Hjördís

Sæunn said...

OMG...segðu...ég verð að hitta á ykkur fyrir jól, hvað segið þið Eimskipaskvísurnar um hádegi á American style t.d. 22 eða 23 des???

Anonymous said...

Þú veist við erum alltaf til í hitting í hádeginu (sleppa við blessaða mötuneytis matinn ).

Þú nefnir bara stað og stund og við mætum ;)

Hjördís