Ég er búin að vera í þvílíkri heimildaleit fyrir markaðsfræðiritgerðina mína síðustu daga. Ég á að skila henni 30.jan en ætla að klára hana 24.jan svo ég geti einbeitt mér síðustu vikuna í janúar að hópverkefninu sem ég er í og þarf líka að skila 30.jan. Enn sem komið er er allt skv. áætlun, er búin að skrifa innganginn í ritgerðinni og setja upp hvernig ég ætla að skrifa þetta. Núna er það eiginlega bara að vinna úr öllum upplýsingunum og koma því yfir í mín orð og koma með ráðleggingar. Þá ætti þetta allt að fara á góðan veg :)
***
Annars kíkti ég aðeins út í gærkvöldi með nokkrum krökkum, fengum okkur tvo öllara og spjölluðum um allt og ekkert. Voðalega ljúft. Kynntumst einhverjum Ameríkana á staðnum sem er í smá viðskiptaerindum hérna í Glasgow í nokkrar vikur. Hann var eitthvað svo einmanna að við ákváðum bara að bjóða honum að sitja með okkur og spjalla. Held hann hafi verið voðalega ánægður með það...ég þekki nú tilfinninguna að vera að ferðast ein fyrir vinnuna og hafa ekki mikinn félagsskap :)
***
Í morgun var svo vaknað rétt fyrir níu og byrjað að skanna heimildir...fór svo rétt áðan á Cafe Nero og sótti einn Cafe Latte. Ég sit því núna uppi í skóla að vafra aðeins um á internetinu áður en ritgerðarátökin byrja aftur. Merkilegt hvað Cafe Latte er góður félagi minn þessa dagana :) Bara ljúft :)
4 comments:
Hahah þú ert svo fyndin.. Gast ekki hugsað þér að drekka kaffi fyrir nokkrum mánuðum :) Það líður örugglega ekki á löngu fyrr en þú ert farin að drekka venjulegt kaffi með mjólk.. ég var allavega þannig.. finnst café latte með ofmikilli mjólk í dag. Hehe
En gott að heyra að það er allt samtkvæmt áætlun hjá þér. Ég er stolt af þér og sakna þín!
Já vá...kaffið er einum of góður vinur manns í lærdómnum :) Bíð þér á Cafe Nero þegar þú kemur til Glasgow :)
Hæ hæ
Alltaf gaman að fylgjast með þér á síðunni. Gangi þér vel með verkefnin ;)
sendi mínar bestu kveðjur frá klakanum :)
Hildur
Takk Hildur mín...þetta er allt að koma hjá mér :)
Post a Comment