Eftir alveg hreint frábært jólafrí er ég nú komin aftur til Glasgow. Flaug frá Keflavík til Glasgow í gærkvöldi með beinu flugi (mjög notalegt). Það var frekar skrítið að koma aftur ein upp í íbúð. Allar minningarnar frá því fyrir jól streymdu fram...
***
Byrjaði að læra undir próf í dag, lesa case-ið sem er til prófs svo fara næstu dagar í að fara yfir allt námsefnið fyrir jól og tengja það case-inu. Nú er bara að gera sitt allra besta og nýta tímann vel sem er framundan. Ég fékk heldur betur góða pásu yfir jólin og nú er komið að skuldadögum...ekki endalaust hægt að hafa það gott, sofa út, borða góðan mömmumat og vera í kringum familíuna og vini. Það er þó gott að hugsa til þess að Atli minn flytur út til mín í lok janúar þegar ég er búin í öllum prófunum og verkefnavinnu. Það verður draumur að fá hann hingað til mín. Nú heldur sú tilhugsunum mér gangandi :)
***
Jæja, vildi bara aðeins láta heyra frá mér. Ég reyni svo að vera dugleg að blogga á næstu dögum en lofa þó engri frábærri frammistöðu þar sem ég ekki hversu mikið ég verð við internetið. Ætla að stökkva út í búð og kaupa í matinn þar sem ísskápurinn minn er tómur eftir jólafríið. Ég verð nú eiginlega að elda mér eitthvað gott í kvöld :)
4 comments:
Hæ hæ
Það var ótrúlega gaman að sjá þig í jólafríinu. Gangi þér rosa vel í prófunum. Ég er viss um að þú rúllir þessu upp ;)
Hildur
Hæ hæ bestastan mín
Við hugsum öll til þín. Erum reyndar enn að jafna okkur á því þegar við horfðum á eftir þér út úr forstofunni í Mýrinni...
Smá kveðjur frá strákunum:
Ég ætla að knúsa til hennar...kveðja frá Bjarka
Ég á eftir að sakna þín... kveðja frá Valdimari
Knús knús knús
Ester og púkarnir :)
Póstkort frá Brittu sem kom í Mýrina eftir að þú fórst út:
Hæ mín kæra!
Loksins sönnun um lífsmark frá Þýskalandi :)Nýt þess að vera heima og get ekki ímyndað mér að byrja að læra þegar ég kem til baka! Vona að allt sé í sómanum á Íslandi og ég afsaka að hafa skrifað nafnið á götunni þinni vitlaust(smá yfirstrik í heimilisfanginu :) Hlakka til að sjá þig.
Love,
Britta
Hæ hæ elsku músan mín.
Jii, hvað þetta var of fljótt að líða. Saknaði þín um leið og ég keyrði út Tjarnamýrina eftir yndislegan dag með þér.
Gangi þér vel í prófinu.
Heyri í þér fljótlega.
Love
Eva
Post a Comment