Thursday, 8 January 2009

Læra læra læra

Ekki svo mikið að frétta af manni þessa dagana...er bara að reyna að læra á fullu. Hitti einn hóp af krökkum í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna og deila hugmyndum og upplýsingum fyrir prófið. Núna er ég svo að fara að þjóta á annan hóphitting, við ætlum að borða saman kvöldmat og læra svo saman í kvöld. Vona að sú vinna skili einhverju...því þessir hóphittingar vilja oft verða frekar mikil tímaeyðsla þegar ekki allir eru í stuði til að læra...
***
Ég hef áttað mig á því að próf og einkunnir eru ekki það mikilvægasta í lífinu. Margir eru að díla við "Real life problems" sem ég er þó a.m.k. laus við. Þetta er nú bara skóli og maður gerir bara sitt besta :) Nú er það bara að reyna að halda þessari jákvæðu hugsun út janúarmánuð og þá ætti allt að ganga upp :)
***
Veikindin liggja þó ennþá yfir mér...þetta hlýtur nú að fara að batna....verst á morgnana en fer batnandi með deginum....en á hvejum morgni vakna ég aftur á byrjunarreit með magan á hvolfi...ekki alveg nógu gott...hmmm...
***
Læt vonandi heyra eitthvað í mér á morgun líka :)

5 comments:

Anonymous said...

Eitthvað rámar mig í svona "magakveisu"! Hún endaði svo með að úr varð drengur sem þekkist á nafninu Þorbjörn Egill.

Sæunn said...

Úps...jæja segðu...

Anonymous said...

Jájá Sæunn... og hvað ætlaru að gera í því???... hmmm??

Sæunn said...

Hahaha....dí ég fer bara út í apótek og kaupi eitt þungunarpróf til að sanna fyrir ykkur að ég er ekki ólétt...hahaha :)

Anonymous said...

Þú verður að gjöra svo vel að taka mynd af því þegar þú ert búin og setja inn.