Monday, 26 January 2009

Markaðsfræðin búin....Developing a business plan næst á dagskrá

Kláraði markaðsfræðiritgerðina í hádeginu...5 dögum fyrir síðasta skilafrest. Ég er bara nokkuð ánægð með frammistöðuna :) Fór í framhaldinu og keypti mér ljuffenga samloku og labbaði svo aðeins niður í bæ og kíkti í nokkrar búðir og keypti mér eina flík til að verðlauna mig :) Maður verður nú líka að fá að fagna því þegar verkefnin klárast...
***
Annars er ég búin að vera í þvílíku átstuði síðustu vikuna. Skil þetta ekki...farin að drekka gos aftur, borða nammi á hverjum degi og borða óhóflega mikið af muffins og Cafe Latte. Ég vona að ég fari að hætta þessu æði....veit ekki hvernig ég enda með þessu áframhaldi..hahaha...
***
Annars er ég kominn aftur upp í skóla og byrjuð að vinna í næsta verkefni, sem er reyndar vel á veg komið en við eigum að halda hálftíma kynningu á föstudaginn - Developing a business plan & Doing business abroad. Þannig að á föstudaginn klára ég síðasta verkefni annarinnar (haustannarinnar) og kemst í rúmlega vikufrí frá skólanum. Einmitt sama dag kemur Atli þannig að við eigum eftir að hafa nægan tíma til að spóka okkur um Glasgow í byrjun febrúar :)
***
Annars liggur brugglyktin í loftinu...eins og flesta aðra daga. Það er allavega alveg á hreinu að það er eitt af einkennum Glasow...brugglykitn frá bjórverksmiðjunum hérna í nágrenninu. Fyrst fannst mér þessi lykt hryllilega vond en núna finnst mér hún bara fín...setur einhvern veginn svip á borgina :)

5 comments:

Anonymous said...

iss piss og pelamó! Það skiptir ekki neinu máli með þig snúllan mín hversu mikið af óhollustu þú étur það sést aldrei! sumir eru ekki svona heppnir *hint* ég!!!

En til hamingju með að vera búin með ritgerðina. Stendur þig vel flotta!

Sæunn said...

Hahahaha...ég vona allavega að þessar muffur fari ekki allar að setjast á rassinn á mér!!!
Langar samt þvílíkt að byrja í ræktinni aftur...spurning hvort maður mótiveri sig ekki bara í það á næstu dögum og byrji í febrúar. Það er allavega á hreinu að þú ert algjört role-model fyrir mig...alltaf svo dugleg :)

Anonymous said...

Haha snúllí snúll ég hef aldrei á ævinni verið svona dugleg eins og ég er og grömmin fjúka líka af manni... ekkert smá gaman!

Anonymous said...

Fyrst morgunógleði og núna átköst. Haha, ertu viss um að það sé ekki lítill villimaður þarna inni?

Sæunn said...

aaaaahahaha...Nína...þú ert alveg búin að ákveða að ég sé með einhvern púka þarna innanborðs :)