Wednesday, 14 January 2009

Próf á morgun

Búin að lesa lesa lesa og lesa....og auðvitað skrifa, glósa, hugsa og melta allan þennan fróðleik um Transnational Management sem tilheyrir International Business faginu sem ég er að fara í próf úr á morgun. Þetta er svona próf þar sem það er í raun ekkert rétt...maður þarf bara að vera nógu góður í að sannfæra lesandan um skoðun manns...hmmm. Ég er nú ekki vön að fara í svoleiðis próf. Próf í MR og HÍ (a.m.k. viðskiptafræðinni) eru alltaf byggð á kenningum, reglum, módel og þar sem maður þarf virkilega að læra utan að ákveðna hluti. Prófið á morgun snýst hins vegar miklu meira um að hugsa rökrétt og blanda það við námsefni vetrarins. Auðvitað ættu próf miklu frekar að vera svona, tengja svörin meira raunveruleikanum. Það er samt alltaf erfitt að fara í svona próf þar sem maður er nú ekki vanur að mega koma með sýna eigin sannfæringu á hlutunum. Vona að heppnin, rökhugsunin, skynsemin og sannfæringin standi með mér í prófinu á morgun...ekki veitir af :)
***
Fékk mér einn bjór í gærkvöldi til að slaka aðeins á og horfði svo á Prison Break áður en ég fór að sofa. Voðalega ljúft...enda átti maður það alveg skilið eftir allan lestur síðustu daga. Náði aðeins að endurnýja batteríin þó svo gærdagurinn hafið auðvitað líka farið í lestur :)
***
Merkilegt samt, mér finnst ekkert svo leiðinlegt að lesa undir próf, í rauninni er það bara fínt því þá ná loksins allir endar saman í námsefninu. Það er bara stressið og pressan sem er svo leiðinleg...alveg merkilegt hvað prófkvíðinn nær alltaf til manns...
***
Annars er bara búið að vera mjög fínt veður síðustu daga...meira að segja nokkuð gott hjólaveður...búin að sjá allmörg mótorhjól á götunum...ekki leiðinlegt ef maður væri með mótorhjólið með sér hérna út :)

1 comment:

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu, ég veit þú rúllar þessu upp...