Heldur betur sem þetta ár byrjar vel....eða ekki. Er með einhverja leiðinda magakveisu sem er ekki beint að hjálpa mér við próflesturinn! Er samt búin að vera mjög dugleg að læra síðan ég kom og mun auðvitað halda því áfram út mánuðinn. Samt er einhver lítill djöfull sem situr á öxlinni minni og telur mér trú um að ég eigi ekki eftir að ná þessum prófum og að ég muni líka falla á markaðsfræðiverkefninu. Skil þetta ekki. Ég er búin að tala við nokkra krakka í bekknum og allir eru svo rólegir og yfirvegaðir...en nei nei, ég alveg í taugaveiklunarkasti yfir þessum prófum og verkefnum. Ég er greinilega of kvíðin og gengur mjög illa að vinna úr því!!!
***
Á morgun ætlum við svo nokkur úr bekknum að hittast til að fara yfir það sem við höfum lært og ræða hvernig það nýtist okkur á prófinu. Fara yfir case-ið og undirbúa okkur sem best. Ég er alveg viss um að það eigi eftir að skila einhverju góðu, því það er alltaf gott að fá input frá öðrum og sjá hvernig þeir eru að hugsa hlutina út frá kannski allt öðru sjónarhorni.
***
Jæja, það verður ekki meira í dag enda hef ég ekkert nýtt eða skemmtilegt að deila með ykkur.
***
Wish me luck...það er alveg á hreinu að ég þarf á smá stuðningi frá ykkur að halda núna!
Knús,
Sæunn
5 comments:
Knús á þig kerling og láttu þér batna. Þú massar þetta, mundu bara mottóið síðan þú varst í heimsókn hjá okkur. ;)
Kysskyss,
Nína
Takk takk Nína mín, knús á þig :)
Ef ég þekki þig rétt Sæunn mín þá hefurðu gert þitt allra besta í allan vetur og þá er ekkert annað að gera en lesa námsefnið fyrir prófið eins langt og það nær og hugsa að þú munir gera þitt besta og það verður pottþétt mjög gott.
Bestu kveðjur, Soffía
Sammála síðasta ræðumanni (Soffía), það er nú ekki við öðru að búast en að þú hafir gert þitt allra besta og nokkuð meira en það !! Þekki þig ekki af neinu öðru ;)
Gangi þér vel og láttu þér batna.
knús á þig Sæunn mín!
kv, Hjördís
ó mæ god stelpur...ég bara tárast við að lesa allt þetta pepp og hrós :) Ég ætla pottþétt að gera mitt besta...ég er líka að reyna að átta mig á því að próf og einkunnir eru ekki að mikilvægasta í lífinu. Það er víst betra að halda heilsu og þá sérstaklega geðheilsunni :)
Love you all, knús
Post a Comment