Sunday, 15 February 2009

Fullt hús af mat!

Já, eftir að Atli flutti í 125 Bell Street þá lítur ísskápurinn miklu myndarlegri út :) Þegar ég var ein hérna nennti ég ekki að vera að versla mikið í matinn og sömu hlutirnir voru alltaf inni í ísskáp...mjólk, smjör, stur, skinka, marmelaði, jógúrt og kannski appelsínusafi...en núna...núna er öldin önnur....ísskápurinn er gjörsamlega úttroðinn af girnilegum mat...egg, bacon, grænmeti, ávextir, ýmiss drykkjaföng, Cheerios í skápnum, íslenskt nammi og margt fleira...ég get ekki kvartað :)
***
Annars fórum við Atli út að borða í gær á Valentínusardaginn....reyndar höfum við aldrei haldið upp á þennan dag en okkur fannst tilvalið að nota tækifærið og fá okkur eitthvað gott að borða. Löbbuðum um miðbæinn og auðvitað voru allir veitingastaðir stútfullir...en að lokum enduðum við á Wagamama sem er rosa vinsæll Japanskur veitingastaður. Fengum okkur djúpsteiktar risarækjur í kókos í forrétt og í aðalrétt var svo kjúklingur í einhvers konar karrýsósu, hrísgrjón og grænmeti. Þetta var ekkert smá gott....pottþétt að þegar við fáum gesti næst þá förum við með þá á þennan veitingastað :) Við eyddum svo kvöldinu uppi í sófa og horfðum á sjónvarpsþætti til skemmtunar ;)
***
Það var svo sofið út í morgun...en núna þarf ég að taka upp kínverskubækurnar og rifja aðeins upp. Ég hitti svo Brittu og eina kínverska stelpu seinna í dag til að læra kínversku saman...voða gott að hafa eina kínverska með sér í liði sem getur aðstoðað þegar við erum í erfiðleikum með framburðinn :) Jæja, segi þetta gott í bili. knús frá Glasgow :)

3 comments:

Anonymous said...

Gott að Atli er að fóðra þig dúllan mín!

Anonymous said...

Cheerios.... hehe voru fluttar út birgðir :) þú ert nú einstaklega mikill aðdáandi af því morgunkorni :)

En eins gott að Atli er mættur á svæðið til að gefa þér að borða. Enda var Latte og múffa orðið aðeins of oft í matinn hjá þér :)

Hjördís

Sæunn said...

Já stelpur...það er rétt....í fyrsta skipti í langan tíma er eldaður almennilegur kvöldmatur með grænmeti og tilheyrandi :)