Það er 10 gráðu hiti hérna á hverjum degi og það verður að viðurkennast að það er kominn smá vorfílingur í mann :) Við Atli tókum eftirmiðdaginn í lestarferð í Ducati Glasgow, sáum rosalega flott hjól sem Atli fékk útrás fyrir að taka myndir af, hann fræddi mig heilan helling um þessi hjól enda vissi ég lítið sem ekkert um þau.
***
Eftir skoðunarferðina í Ducati Glasgow (btw ekki hægt að kaupa neitt þar inni því það er svo dýrt) ætluðum við á pósthúsið að sækja pakka sem við áttum von á. En viti menn...pósthúsið lokaði kl. 12:30!!!! Whaaattt....ég hef aldrei heyrt um svona...og ég sem hélt að þjónustan á Íslandi væri slæm! Allavega, við löbbuðum því bara heim....við fengum þó að minnsta kosti ágætishreyfingu út úr öllu þessu labbi :)
***
Á morgun fer ég í litun og klippungu!!!! Arg...ég er búin að kvíða lengi fyrir þessum degi...jamm...hef alltaf farið til hennar Margrétar heima á Hársnyrtistofunni á Laugarvegi síðastliðin 10 ár og hún kann nákvæmlega á hárið á mér. Það verður því spennandi að sjá hvernig ég kem heim á morgun....með bros út að eyrum...eða vælandi..hahaha ;) Hárgreiðslustofan sem ég pantaði tímann hjá lítur þó vel út og allar stúlkurnar þar voru með flott hár...þannig að ég bind vonir við að þetta verði allt í lagi :)
***
Jæja, ég ætla að fara að taka mig til fyrir morgundaginn og fara í háttinn og lesa um Branding í Kína :) Góða nótt :)
2 comments:
úff .... skil vel að þú sért stressuð fyrir klippingunni. Ég var einmitt að ræða þetta við eina um daginn sem sagði .... hvaða hvaða þetta er nú bara hár sem hægt er að klippa af ef eitthvað klikkar. Vildi ég gæti hugsað svona:) En þú verður allavega að setja inn mynd eftir klippinguna.
Hjördís
Hey babe..
Þú verður að segja mér hvernig fór með klippinguna! Vona að þú hafir látið gera eitthvað crazy hehe.. right ;)
Post a Comment