Tuesday, 10 February 2009

Skólinn byrjaður aftur

Já, ágætt að vera byrjaður í skólanum aftur...kemst alltaf smá rútína á hlutina þá...þó svo ég sé kannski ekki alveg kominn í brjálað lærdómsstuð ;) Annars fengum við próftöfluna okkar í dag fyrir vorið, Fyrst prófið er 2.apríl í kínversku, ég er rosa ánægð með það...klára það bara af og þá þarf maður ekki að spá í því meira. Svo verða tvö próf í endan á apríl. Sumir í bekknum tóku valfag sem verður kennt í maí en ég valdi vafag sem ég er í þessa vikuna þannig að ég get byrjað á lokariterðinni minni strax í maí...það er held ég bara flott mál :)
***
Annars fórum við Atli og keyptum okkur mixer í gær til að búa til boost í. Reynar er ekki hægt að fá skyr herna en við notumst bara við hreint jógúrt í staðinn :)
***
Kíktum líka í smá mótorhjólaleiðangur í gær....það eru þrjár mótorhjólabúðir hérna í sömu götunni og við fórum aðeins til að kíkja á úrvalið. Ein búðin, Ducati Glasgow, er reyndar lokuð á mánudögum en þar er hægt að fjárfesta í dekkjum, aukahlutum og Ducati varningi. Svo var líka ein búð, Hein Gericke, hún bauð upp á alls konar leður og hlífðarfatnar frá t.d. Alpinestars og Dainese. Þetta lofar bara góðu...en við keyptum þó ekkert í þetta skiptið...maður er víst að reyna að spara aurana ;)
***
Jæja, maturinn er víst tilbúinn...lasagna með hvítlauksbrauði....
See you later,
Sæunn :)

3 comments:

Anonymous said...

Af hverju ertu að taka kínversku?
Annars sakna ég ykkar beggja! Væri gaman að fá ykkur um páskana! Þú ert án efa helsta stuðningsmanneskjan mín

Love you

Sæunn said...

Kínverska...góð spurning...hahaha..en ástæðan fyrir því er að námið mitt lenggur áherslu á stjórnun og viðskipti í Asíu og grundvöllurinn fyrir því að gera viðskipti þar er að kunna "Mandarin" sem er the official language í Kína...Efast samt um að maður verði orðinn eitthvað sterkur í tungumálinu eftir námið...en maður er þá allavega með grunninn ;)

...Eins gott að ég sé ein af aðal stuðningsmanneskjunum þínum...ég lifi fyrir að fylgjast með þér...go girl :)

Anonymous said...

Mikið er ég fegin að það sé ekkert próf í kringum 20. júní :) Væri svo gaman að geta séð ykkur þá ef það er einhver möguleiki á því.

Annars er alltaf gaman að fylgjast með ykkur hérna á síðunni

bestu kveðjur
Hildur