Sunday, 22 February 2009

Sunnudagur og konudagur

Mamma og pabbi hringdu í gær, mikið var gott að heyra aðeins í þeim. Var alveg kominn tími til að fá smá update á því sem er að gerast hjá familíunni :)
***
Ég var að enda við að klára að bóka flugið mitt með BMI og Icelandair heim til Íslands í sumar. Ákvað að vera aðeins lengur heima en ég ætlaði mér í upphafi...ég flýg sem sagt til Íslands 17.júní, lendi rétt fyrir miðnætti, og svo aftur út til Glasgow 10 dögum seinna eða 27.júní. Þá næ ég nú að hitta flesta í kringum mig og njóta mín aðeins áður en ég set lokahönd á mastersritgerðina sem ég verð að skrifa í sumar hérna í Glasgow :)
***
Í dag er víst konudagurinn, við Atli ákváðum að halda saman upp á bónda og konudaginn þegar hann kom út því hann var ennþá heima á Íslandi þegar bóndadagurinn var. Í dag erum við bara búin að hafa það nokkuð kósí, vöknuðum um hálf 11 og ég byrjaði að læra smá kínversku. Við kíktum svo í ræktina eftir hádegi og kl 18 ætlar Britta að koma til okkar því við ætlum að elda saman í kvöld, braselískan fiskrétt sem er rosalega góður. Svo ætlum við Britta aðeins að renna saman yfir kínverskuna í kvöld enda tökum við munnlega prófið saman ;) Jæja, best að nýta þennan klukkutíma áður en Britta kemur í smá kínversku :)

2 comments:

Anonymous said...

jæja snúlla allt að gerast hjá ykkur hjónakornum :) Eru þið komin með netsíma ? Ertu til í að senda mér númerið eða þá gsm númerið.

HDK

Sæunn said...

Ég ætlaði að nota tövlusímann frá Símanum en það var lokað fyrir einhverjar rásir á internetinu hérna þannig að ég gat ekki notað símann! En ég er með GSM númer: +44 (0) 777 8474 399. Þú stimplar ekki inn (0) ef þú ert að hringja frá Íslandi :)