Wednesday, 28 January 2009

Tveir dagar í sæluna

Er á fullu að skrifa handritið fyrir kynninguna sem verður á föstudaginn...er að leggja lokahönd á þetta. Á morgun byrjum við í hópnum mínum svo að æfa kynninguna þannig að þetta er allt að koma hjá okkur :)
***
Annars er heldur betur farið að birta til í Glasgow. Í dag var alveg heiðsýrt og sólskyn...þó svo það hafi nú ekki verið heitt...ekki nema kannski 3-6 gráður þá var samt gaman að sjá hvað lifnaði yfir öllu. Fólk út um allt að labba...það verður bara einhvern vegin léttara yfir manni :)
***
Tveir dagar í sæluna...jamm...Atli kemur á föstudaginn og planið er svo að allur bekkurinn hittist á laugardaginn til að fagna verkefna og próflokum. Ég trúi því bara ekki að þessi mánuður sé að verða búinn, hann er búinn að líða svo ótrúlega hratt...reyndar sem betur fer....!!!
***
Kíkti rétt áðan á RyanAir.com....ussss...þeir eru með hagstæð flugverð....var að skoða flug frá Glasgow til Barcelona í febrúar :) Fyrir okkur Atla tvö saman með öllum flugsköttum kostar u.þ.b. 120pund til Barcelona og til baka...það er ekki nema rétt um 20þúsund krónur...verð að viðurkenna að þetta er svolítið freistandi!!! En maður þarf víst að borga hótelkostnað og uppihald líka...það er nú yfirleitt dýrasti hlutinn...en maður má nú láta sig dreyma :)

2 comments:

Anonymous said...

ohhh hvað ég væri til í að komast með Kjarra í sólina fyrir 20.000 kr.

Annars fór ég að tala við sérfræðing kaffivélarinnar hérna í vinnunni eftir að hafa lesið þessar kaffi latte færslur. Helduru að það hafi ekki komið í ljós að kaffivélinn getur gert kaffi latte :D Ég er á þriðja bollanum bara í dag :S Ætli ég verði ekki komin með magasár af þessari kaffidrykkju innan skamms hehehe

kv. Hildur Ýr

Sæunn said...

Hahahaha...Tu ert alveg milljon...eg reyni nu ad halda mig vid 1-2 bolla a dag :)