Wednesday, 26 August 2009
Ritgerðin búin og Ísland á morgun
Tuesday, 18 August 2009
Vika í skil...doomsday!
Friday, 14 August 2009
Afmæli Afmæli...
Tuesday, 11 August 2009
Tvær vikur í skil...
Saturday, 8 August 2009
Fer að styttast
Sunday, 2 August 2009
Er gjörsamlega sokkin í ritgerðina...
Thursday, 30 July 2009
Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...
Wednesday, 22 July 2009
Lærdómur og eldamennska
***
Fór í ræktina í dag eftir tveggja vikna frí...með tilheyrandi sukki..."verðlaunaði" mig eftir ræktina með Kellogs Special K og heitu baguette með smjöri...svo ekki sé minnst á Toblerónið í eftirrétt...hahahaha...já maður er einum of fljótur að detta í matarrugl þegar maður tekur sér pásur frá ræktinni ;)
***
Fæ heldur betur að heyra það á Facebook hvað veðrið heima á Íslandi er búið að vera æðislegt....get ekki alveg sagt það sama um Glasgow...frekar þungir og rigningasamir dagar búnir að vera undanfarið....
***
Í kvöldmatinn hjá okkur Brittu í kvöld er Lasagna...ætlum að sjálfsögðu að búa það til sjálfar frá grunni...alveg yndislegt að taka góðar pásur frá lærdómi með eldamennsku :)
Monday, 20 July 2009
Góð helgi með góðum mat
Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)
Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)
Wednesday, 15 July 2009
Frábær helgi að baki
Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)
Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.
Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)
Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!
Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.
Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...
Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.
Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.
Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)
Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)
Tuesday, 7 July 2009
Vinnutörn og Thunderstorms í Glasgow
Tuesday, 30 June 2009
Glasgow again og nýr meðleigjandi
Wednesday, 10 June 2009
Vika í heimkomu...
***
Annars er ég búin að vera frekar löt í blogginu...enda kannski ekki mikið að frétta af mér þessa dagana...er bara á kafi í lestri og skriftum...er með ákveðin markmið sem ég ætla að ná áður en ég ferðast heim til Íslands. Þá get ég leyfti mér að gera allt annað en að læra heima á Íslandinu :)
***
Fór í morgun og keypti mér ótrúlega fallegan kjól í Karen Millen sem ég ætla að vera í brúðkaupinu hjá Hildi og Kjarra. Ooooo ég hlakka svo til...þetta verður algjört æði...Fyrsta vinkonan í vikonuhónum til að gifta sig...svo spennandi :) Maður á örugglega eftir að grenja úr sér augun í athöfninni þegar Hildur kemur labbandi inn kirkjugólfið í kjólnum. Hún verður örugglega gullfalleg :)
***
Það er svo margt sem ég ætla að gera þessa 10 daga sem ég er heim á klakanum...ætla að hitta Evu og Maddý strax á fimmtudeginu, í quality skvísuleiðangur með Mýu og vonandi Ester á föstudeginum, útskrift hjá Evu og brúðkaup á laugardeginum, Esjugöngu, fá útrás á mótorhjólinu, kíkja í sundlaugarnar, heimsækja Eimskipafólkið mitt, fara upp í sumarbústað, dúllast með sætustu og bestu kútum í heimi...Valda og Bjarka...úfff ég gæti haldið áfram endalaust ;) Þetta verður bara æði...ég ætla svo að vona að elskulega sólin láti eitthvað sjá sig á meðan ég er heima...það gerir allt svo miklu skemmtilegra :)
Thursday, 4 June 2009
Pik Nik og lestur
Saturday, 30 May 2009
Silli stúdent :)
Thursday, 28 May 2009
Sumarið er tíminn
***
Kíkti á Cafe Nero í dag með Brittu og Michelle...muffa og Latte...maður þarf nú ekki að taka það fram lengur...hehe...voða ljúft...vorum að ræða um ritgerðarskrifin og heimildarvinnuna og álagið sem er framundan og hvernig við ætlum að reyna að komast hjá því að missa vitið!!! Verður gaman að sjá hvernig næstu vikur þróast :)
Wednesday, 27 May 2009
Allt á fullt
Friday, 22 May 2009
Viðburðaríkir dagar
Hérna erum við á kínverskum veitingastað í Glasgow...alveg frábær staður, fengum okkur, risarækjurétt, Peking önd og svo kjúklinga og nautarétt....bragðaðist allt alveg snilldarlega.
Við mútta í banastuði yfir Eurovision...en við horfðum auðvitað á það eins og allir sannir Íslendingar. Ótrúlega gaman hvað okkur gekk vel þetta árið í keppninni :)
***
Þá hafið þið það...sem sagt mjög mikið búið að vera í gangi hjá mér...en núna tekur alvaran við...lestur og lærdómur...þýðir ekkert annað...en þetta frí sem ég tók mér var gjörsamlega nauðsynlegt og maður finnur alveg hvað maður skín af gleði þessa dagana....þó það sé erfitt að setja aftur yfir bækurnar. En þetta styttist allt...ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir í endanleg skil á lokaritgerðinni...bara ljúft :)
Monday, 11 May 2009
London og California Superbike School
Thursday, 7 May 2009
Quality times
Monday, 4 May 2009
Atli kemur til Glasgow á morgun...
Sunday, 3 May 2009
Nýr mánuður - Ný tækifæri
Thursday, 30 April 2009
Branding Branding Branding...
Tuesday, 28 April 2009
Svínaflensan komin til Skotlands
Sunday, 26 April 2009
Kosningar og lestur
Saturday, 25 April 2009
Lokaritgerðarpælingar
***
Við hittumst 5 stelpur úr bekknum í gær til að ræða lokaritgerðarmál og elduðum okkur svo pizu saman í kvöldmatinn. Bragðaðist alveg frábærlega...spjölluðum svo auðvitað frameftir þangað til við vorum allar orðnar svo þreyttar að við ákváðum að slútta þessu og fara heim að sofa...klukkan var þó ekki nema 11 en það er alveg merkilegt hvað skólalífið og lærdómur getur gert mann þreyttan!
***
Sýnist þetta ætla að verða góður dagur í dag....þegar ég vaknaði í morgun var sólskyn og blíða..nú er bara að bíða eftir að hitastigið fari aðeins meira upp svo maður geti jafnvel lært eitthvað úti í sólinni í dag :)
Wednesday, 22 April 2009
Vedurblida
Vid Britta og Preeti forum svo i sma picnic i Glasgow Green eftir hadegid...keyptum teppi og komum vid a kaffihusi a leidinni til ad saekja okkur Latte og muffins til ad jappla a i solinni. Tetta var bara ljuft....naest er stefnan tekin a alvoru picnic tar sem vid verdum bunar ad baka og med heimalagadar veitingar...sjaum hvort vid eigum eftir ad standa vid tad :)