Tessi manudur aetlar ad verda eitthvad ansi kostnadarsamur...fartolvan min tok upp a tvi ad bila i garkvoldi...skjarinn er bara svartur...en tolvan kveikir samt alveg a ser en eg se ekkert a skjanum...eitthvad furdulegt!!! Frekar pirrud yfir tessu....prof a fimmtudaginn og eg kemst tvi ekki i ad spa i tessu fyrr en i fyrsta lagi a fostudag...aetli madur turfi ekki ad kaupa ser nyja tolvu..sjaum til...skilst ad svona skjavidgerdir seu svo dyrar...borgar sig abyggilega bara ad fjarfesta i nyrri tolvu!!!
Annars gengur kinverskan bara agaetlega...er ordin nokkud sleip i henni...a minn maelikvarda. Held tetta prof verdi bara allt i godu...
Fekk nyja einkunn i dag fyrir IKEA kynninguna okkar sem gildir 60% af lokaeinkunn...hopurinn minn fekk distinction og haestu einkunnina i bekknum. Bara gaman ad tvi...heldur medaltalinu minu uppi :)
Tuesday, 31 March 2009
Sunday, 29 March 2009
Sumartíminn kominn
Í dag breyttist breski tíminn...núna er kominn sumartími og þ.a.l. erum við einum klukktíma á undan klukkunni heima. Þ.e. þegar klukkan er 12 á hádegi heim á Íslandi þá er klukkan 1 á hádegi hjá mér í Glasgow....Flott veður í dag, sól og logn og líklega svona 10 stiga hiti.
***
Í gær kom Britta í heimsókn og við lærðum kínversku og svo elduðum við okkur kvöldmat saman...hún á endalaust af uppskriftum...í þetta skiptið gerðum við svínakótilettur í rjómasósu sem innihélt tvær gerðir af skinku/reyktri skinku og lauk í. Borið fram með kartfölum og svo grilluðu grænmeti (papriku, eggaldin og lauk) ásamt klettasalati...mmm...þetta bragðaðist rosalega vel...eins og alltaf :)
Friday, 27 March 2009
One more down...
Jább...þá er ég búin að skila Branding riterðinni minni...svo var líka síðasti tíminn í dag í "Competing with and within China"...nú er bara 80% verkefni eftir í þeim kúrs.
Seinnipartinn í dag fórum við bekkurinn svo í fyrirtækjaheimsókn í Clyde Blowers...fyrirtæki sem er heldur betur að gera það gott í pipes, blowers, pumps, chemical logistics og alls konar engineer hlutum og vélum. Mjög áhugavert...sérstaklega framkvæmdarstjórinn sem við hittum. Hann lýsti því fyrir okkur hvernig síðasta vika var fyrir honum...vá maðurinn er busy...á einni vikur fór hann til Kína, svo til USA, hollands og Bretlands...maðurinn er gjörsamlega alltaf á ferðalögum og þar af leiðandi alltaf í vinnunni...enda var hann ekki með giftingahring!!! En sem sagt mjög áhugaverð kynning...aldrei að vita nema maður sæki bara um þarna i logistics deildinni :)
***
Annars fórum við 5 stelpur saman áðan á Pizza Hut og fengum okkur að borða....og spjalla verkefnin og lokaritgerðina sem er framundan...Verður nóg að gera...
***
Ég byrjaði svo í gær að læra undir kínverskuprófið sem verður á fimmtudaginn í næstu viku, 2.apríl...jámm...þetta verður lokaprófið í kínverskunni...held maður verði að taka það með trompi...ég á nú alveg pottþétt eftir að ég nái prófinu enda ein af fáum í bekknum sem hef mætt í alla tímana :) En langar svolítið að reyna að fá distinction...það er að segja háa einkunn...en það verður bara að koma í ljós...maður veit aldrei hvað kennarinn fer fram á að maður kunni mikið...
En ég verð að segja að það verður æðislegt þegar þetta próf er búið....þá get ég einbeitt mér að öllum verkefnunum sem ég þarf að skila í lok apríl :)
***
Byrja svo á mánudaginn í nýjum kúrs...Research methodology...vona að það verði ekki of flókið en kennarinn er mjög kröfuharður...en þetta mun pottþétt hjálpa mér við að vinna úr gögnunum fyrir mastersritgerðina.
Wednesday, 25 March 2009
Náttúruskoðun og ganga
Síðasta sunnudag fórum við nokkur úr bekknum í smá ferðalag. Tókum lestina í klukkutíma til Lanark að skoða "the Historical site" og náttúruna í kring. Þetta er rosalega fallegur staðar og við löbbuðum upp með ánni, yfir hæðir og hóla og í kringum allt svæðið þarna...eftir nokkra klukkustunda göngu vorum við búin að labba ca. 10 mílur. Sáum fullt af fuglum t.d. fálka sem ég tók auðvitað myndir af :) Tókum svo lestina heim um sex leytið og enduðum daginn á því að fá okkur pizzu á Pizza Hut og spjalla um ferð dagsins. Hérna eru nokkrar myndir:
Tuesday, 24 March 2009
Atli 30 ára í dag :)
***Til hamingju með afmælið Atli minn***
Spjallaði einmitt við Atla á Skype í hádeginu á meðan hann opanði afmælispakkann sinn sem var frá mér, Tjarnarmýrarfólkinu og Smyrlahraunsfólkinu og svo skvísunum mínum :) Það var endalust gaman að fylgjast með þegar hann opnaði pakkann. Við gáfum honum námskeið hjá California Superbike School sem er eflaust einn virtasti mótorhjólaskóli í heimi. Æðislegt að sjá hvað hann var ánægður með þetta. Skólinn/námskeiðið er 12.maí og þá munum við fara saman á Brands Hatch brautina rétt fyrir utan London...þetta verður nú meira ævintýrið :)
***
Annars er skólinn alveg að kaffæra mér þessa dagana...endalaust verkefni og styttist í lokaprófið í kínverskunni 2.apríl...nú er bara að spíta í lófana :) Hef færsluna ekki lengri að sinni...þarf að koma mér í rigerðarvinnu :)
Friday, 20 March 2009
Rafmagnsreikningurinn kominn í hús!!!
Úfffff....var að fá rafmagnsreikinginn fyrir janúar, febrúar og fram til 15.mars...100.000krónur!!!! Er þetta grín eða??? váááá hvað rafmagnið hérna er dýrt....nota bene...ég bý ein og er frekar sparsöm á rafmagnið...en þetta voru samt auðvitað köldustu mánuðirnir. Þrátt fyrir það finnst mér ömurlegt að þurfa að vera að borga svona háa upphæð á einu bretti í eitthvað rafmagn!!!!Pufff...þar fór vasapeningur mánaðarins...Pay and Smile!!!
***
En maður lætur þetta nú ekki eyðileggja daginn eða helgina fyrir sér...varð bara aðeins að fá útrás hérna á blogginu :)
Annars gekk kynningin okkar bara mjög vel í dag og flestar aðrar kynningar líka...skemmtilegur dagur. Fórum svo í í Holland&Barlett og keyptum okkur hollustunammi og ýmsan lífrænt fæði til að prófa. Svo var auðvitað haldið á Cafe Nero...fékk mér súpu og svo muffu á eftir...bara ljúft...
***
Í kvöld ætlum við svo nokkur úr bekknum í bíó á "The International"...verður fínt að hugsa um eitthvað annað en Uni...og öll verkefnin sem honum fylgja...
***
Á morgun heldur svo skólinn áfram...hópavinnuhittingur fyrir hádegi og fram eftir degi...þurfum að klára skýrsluna sem fylgir kynningunni sem við héldum í dag. Svo þarf ég að reyna að klára branding ritgerðina mína á sunnudag því á mánudaginn byrja ég í nýju valfagi..."Competing with and within China" og nóg verður um verkefnavinnu þar líka...
***
Jæja, ætla að reyna að koma einhverju í verk fyrir bíoferðina í kvöld...knús á ykkur öll :)
Thursday, 19 March 2009
Ég er endalaust stolt af sjálfri mér núna...
Ég bara fæ ekki nóg....veit eiginlega ekki hvernig ég á eiginlega að fá almennilega útrás fyrir fréttum dagsins :) Ég fékk einkunnirnar úr janúarprófunum og viti menn...haldiði að Sæunn hafi ekki bara tekið þetta með trompi og verið hæst í bekknum :) Jú jú mikið rétt...ég var svo ánægð að ég missti mig næstum í skólanum í dag....ótrúlega gaman að fá svona viðurkenningu. Fékk sem sagt "Distinction". Ég verð nú að viðurkenna að það var svolítið gaman að sjá svipinn á krökkunum í bekknum sem telja sig alltaf vita allt best og mest og troða alltaf sínum skoðunum fram í verkefnavinnu :) mér tókst heldur betur að sýna fram á að fólkið sem talar mest hefur ekki alltaf rétt fyrir sér ;) Allavega, ég er alveg í skýjunum yfir þessu...verð auðvitað að deila hamingjunni með ykkur :)
***
Á morgun er hópurinn minn svo með kynningu á EU og NAFTA í valfaginu sem við erum búin að vera í alla vikuna. Hópavinnan hefur bara gengið mjög vel þannig að ég býst ekki við öðru en þetta eigi eftir að ganga vel upp á morgun. Eftir kynningarnar verður svo pottþétt farið á Cafe Nero og fengið sér Cafe Latte og bláberjamuffins til að verðlauna sig aðeins :)
Wednesday, 18 March 2009
Tekur fram sumarfötin
Sólin farin að láta sjá sig reglulega í Glasgow....14°C og sól í dag....yndislegt veður...þó svo öllum deginum hafi verið eytt inni í skóla!!!
***
Kom heim kl 9 eftir langan dag, hópavinnu seinnipartinn og í kvöld...ætla að fara að snemma að sofa enda langur dagur aftur á morgun. Byrjar með kínversku um morguninn, gestafyrirlestur eftir hádegi og svo hópverkefni um kvöldið. Best að safna góðri orku fyrir það með góðum svefn í nótt :)
***
Annars bjargaði Ester systir alveg kvöldinu fyrir mér með skemmtilegum sögum af sjálfum sér og nýja hárgelinu hennar svo meira sé nú ekki sagt....hahahahahahahahaha...grenjaði gjörsamlega af hlátri :)
***
Knús á alla...Sæa
Tuesday, 17 March 2009
Veðurblíða
Búin að vera algjör veðurblíða í Glasgow í dag, sól fram eftir hádegi og logn. Verst maður var fastur inn í fyrirlestrum allan daginn...en þetta lyftir manni samt upp :)
***
Það er dúfa búin að koma sér vel fyrir á gluggakarminum hjá mér núna og er að "kurra" fyrir mig...minnir mig bara á Dúsí...knúsí knúsí :)
***
Annars er ég að undirbúa fyrirlestur fyrir föstudaginn. Hópurinn minn verður með kynningu á "Economic Regioanl Integration"....en það t.d. EU, ASEAN og NAFTA....maður lærir allavega betur um hvað þessi batterí öll snúast. Kennarinn tók einmitt "skemmtilegt" dæmi um IMF í dag og notaði Ísland auðvitað sem dæmi...fékk mig svo til að reyna að útskýra hvernig íslenska þjóðin lítur á þetta ástand allt saman...get ekki annað sagt en þetta hafi verið áhugavert!
***
Vanalega versla ég í Aldi sem er matvöruverslun á næsta horni og er mjög ódýr (svona eins og Bónus)...en maður fær stundum nóg af því að kaupa alltaf sama í matinn þannig að stundum tek ég göngutúr í Sainsbury´s og verlsa mér eitthvað girnilegt(svona eins og Hagkaup). Fór einmitt áðan og keypti mér ferskan lax sem ég ætla að grilla í kvöld í ofninum með Teri-Yaki sósu, hrísgrjónum og salati...mmmm....þetta verður auðvitað aldrei eins gott og heima í Mýrinni...en ég ætla samt að reyna...er komin með frekar mikið ógeð af kjúlla... :)
Monday, 16 March 2009
Managing International Relationships
Jæja, byrjaði í nýjum valkúrs í skólanum í dag. Kennarinn er kona frá Suður-Kóreu sem tók sama nám og ég er í núna fyrir 4 árum og er núna að klára Phd ritgerðina sína á þessari önn. Klár kona og allt það...en vá hvað það er erfitt að halda einbeitingu í tíma hjá henni. Hún talar alltaf í sömu tóntegund og þar sem hún er asísk gefur að skilja að enskan hennar er ekki mjög skýr. Ég varð að minnsta kosti að kaupa mér kaffi í hádeginu til að halda mér hressri í tíma...
***
Annars er ég ótrúlega stolt af mér...vaknaði kl. 7:00 í morgun og fór í ræktina...jú jú mikið rétt, mér tókst það. Ég var mætt inn í sal kl 8 en það var enginn í salnum....ég var skiljanlega mjög hissa á þessu og svo tók ég eftir því að í vatnkrananum var allt þurrt...eins og enginn hefði notað vatnskranann/vaskinn fyrr um morguninn....Mér var bara hugsað til World Class heim þegar fleiri hundruð manns eru búin að fara í ræktina klukkan 8 á morgnana. Anyway...ég fór á hlaupabrettið og eftir svon 5 mínotur kemur starfsmaður (hreingerninarkona) og segir mér að salurinn opni ekki fyrr en kl 9 á mánudagsmorgnum...ó mæ goooood...ég vissi ekki hvert ég ætli þetta var svo vandræðalegt...mín bara búin að vaða inn í íþróttasal (sem var opinn því það var verið að þrífa hann) og byrjuð að púla á fullu...HAHAHAHA....en konan sagði að ég mætti alveg klára víst ég væri komin...hún vildi bara láta mig vita svo þetta kæmi ekki fyrir aftur!!! Þannig að ég tók góða brennslu í "einkasal"...góð byrjum á vikunni :)
Sunday, 15 March 2009
Bekkjarhittingur í gærkvöldi
Flestir í bekknum mínum hittust í gærkvöldi heima hjá Corinne bekkjarsystur minni sem er einmitt skosk. Boðið upp á ýmsar veitingar og drykki. Gaman að hitta aðeins allan hópinn utan skóla...verður að viðurkennast að við erum ekki nógu dugleg að því. Ég var samt eitthvað svo ótrúlega þreytt að ég fór heim um hálf 11 og fór fljótlega að lúlla mér...
***
Er búin að vera með þvílíkan verk í hnakkanum/hálsinum í viku...byrjaði síðasta sunnudag og þetta virðist ekkert ætla að fara. Skil ekkert í þessu...þetta hlýtur nú að fara að verða búið...mig grunar að ég hefi tekið eitthvað vitlaust á í ræktinni...spurning hvað er eðlilegt að þetta sé lengi að jafna sig...
***
Annars gengur ritgerðin bara fínt...næ nú reyndar ekki að klára hana í dag eins og ég hafði hugsað mér...en ég hef ennþá tvær vikur til stefnu þannig að þetta er allt í góðu. Ætla samt klárlega að klára hana í vikunni :)
***
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að vera úber dugleg á morgun og fara í ræktina áður en skólinn byrjar kl. 09:30. Það er nú ekki eins og skólinn sé að byrja snemma...en það er bara alltaf svo hryllilega gott að sofa aaaaaðeins lengur á morgnana ;) Sjáum til hvað gerist...hvort ég komi mér á fætur um 7 í fyrramálið ;)
Saturday, 14 March 2009
Meiri matur og spil...!
Hitti Brittu og Preeti í gærkvöldi, við elduðum auðvitað saman....fengum framandi indverskan kvöldmat og svo eftirrétt ala Britta. Smakkaðist allt mjög vel. Fyndið samt hvað Indverjarnir og fólkið frá Nepal, Bangladesh og löndunum þar í kring virðast ekki nota hnífapör þegar þau borða. Allt er borðað með höndunum....okkur Brittu finnst svolítið erfitt að venjast því þar sem okkur finnst nú að maður eigi ekki að vera með puttana í matnum...nema þá kannski þegar maður fær sér djúsí kjúklingavængi og eitthvað svoleiðis sem er ekki hægt að borða með hníf og gafli...en við erum allar að koma til og verða betri í að beita puttunum í matinn!!!
***
Við spiluðum svo Lúdó og vá hvað það var gaman...hahaha...spilið tók heila tvo tíma enda vorum við endalaust að senda hvort annað heim þannig að leikurinn gekk frekar hægt fyrir sig...
Ég kom svo heim rétt fyrir miðnætti að leka niður af þreytu...fór beint upp í rúm og sofnaði mjög fljótlega eftir að hafa spjallað aðeins við hann Atla minn á MSN.
***
Það var svo vaknað í morgun til að halda áfram með riterðina...
Friday, 13 March 2009
Eldamennska
Jæja, hérna er mynd af ljúffenga bananabrauðinu sem við Atli bökuðum síðustu helgi. Það var rosalega gott....reyndar gátum við ekki farið nákvæmlega eftir uppskriftinni þar sem við fundum t.d. ekki spelthveiti eða púðursykur hérna í glasgow...en það var bara notast við hvítt hveiti og sykur í staðinn...bragðaðist allavega mjög vel....heitt brauð með smjöri og ískaldri mjólk...mmm :)
***
Annars hittumst við Britta í gærkvöldi og elduðum okkur lax í einhvers konar tómata og lauksósu með hrísgrjónum. Var rosalega gott...ótrúlega auðvelt að gera þetta...ég ætti að taka Brittu mér til fyrirmyndar í eldhúsinu :)
***
Af skólamálum er allt gott að frétta...vinn sveitt þessa dagana við ritgerðina...og það gengur bara glimrandi vel :) á mánudaginn byrjar svo nýtt valfag í skólanum "Managing International Relationships". Verður spennandi að sjá hvernig það verður...
Thursday, 12 March 2009
Framlenging á leigunni
Já, ég fór upp á leiguskrifstofu í gær og skrifaði undir endurnýjun á leigusamningnum...sem þýðir að ég er búin að vera í Glasgow í 6 mánuði!!! Vá, hálft ár liðið...alveg ótrúlega fljótt að líða (nema þegar ég er einmana...hahaha). En ég skrifaði sem sagt undir samning fyrir næstu sex mánuði þannig að ég skil af mér íbúðinni og kem líklega heim til Íslands í september en þá verð ég loksins búin að klára mastersritgerðina mína :) Ég var mikið að velta því fyrir mér að fara í minni íbúð enda er ég ein hérna úti í stórri tveggja herbergja íbúð og borga frekar háa leigu. Hafði hugsað mér að fara í eins herberjaríbúð, jafnvel studio...en svo er bara svo mikið ferli og vinna sem felst í því að skipta um íbúð að ég gafst upp á leitinni og framlengdi núverandi samning. Þannig að fyrir ykkur sem voruð að spá í að kíkja í heimsókn til mín þá er ég ennþá með auka herbergi með hjónarúmi í...svo endilega kíkið í heimsókn ;)
***
Ritgerðin sem ég er að vinna í núna, Internal Branding, gengur bara nokkuð vel. Öll heimildavinna búin og ég byrjuð að skrifa á fullu...hef ekki fengið ritstíflu ennþá...vona að framlegðin verði áfram svona góð...þá næ ég kannski að klára riterðina á sunnudaginn....12 dögum fyrir skiladag...ekki væri það nú leiðinlegt. En þar sem ég verð mjög upptekin í skólanum í næstu og þarnæstu viku ætla ég að reyna að klára sem mest af ritgerðinni í þessari viku :)
Wednesday, 11 March 2009
Aftur ein í Glasgow
Já, fyrir þau ykkar sem ekki vitið þá er Atli farinn aftur heim til Íslands. Hann fékk smá verkefni heima sem hann ákvað að taka....það gefur mér líka meira tíma til að læra...ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög erfitt að læra með hann í kringum mig...sérstaklega ef hann er að gera eitthvað sniðugt ;) En já, núna eru engar afsakanir...núna er það bara hard core lærdómur fram undir lok apríl og þá get ég tekið mér smá pásu áður en ég byrja á mastersritgerðinni... :)
***
Annar er með eitthvað bölvað tak í hálsinum eftir rætina á sunnudaginn...típíst þegar maður þykist ætla að vera eitthvað voðalega duglegur í ræktinni að þá slasar maður sig ;) Þannig að núna reyni ég bara að hvíla vöðvan og hafa hitapoka á honum...þó svo verkurinn virðist ekkert vera að fara...en þetta verður örugglega farið í lok vikunnar.
***
Annars er sólin búin að yfirgefa Glasgow...það var nefninlega svo æðislegt veður hérna í gær...búið að vera frekar dimmt yfir í dag og rigning. En sumarið nálgast...
***
Kennarinn okkar var að pósta myndböndunum sem hann tók af kynningunum í bekknum mínum í síðustu viku á netið. Vááá hvað það er gaman að horfa á sjálfan sig kynna...og já...röddin mannst hljómar allt öðruvísi í hausnum á mér heldur en í myndbandinu, það er ótrúlega fyndið. Verst ég get ekki sett myndböndin hingað inn...þarf sérstakt password til að opna þau en ef ég næ að redda þessu þá pósta ég myndböndunum hingað til að leyfa ykkur að sjá :)
Tuesday, 10 March 2009
Riterðarvinna
Er á fullu að lesa allar heimildirnar fyrir Internal Branding riterðina mína. Mjög áhugavert efni...skil ekki af hverju fyrirtæki heima á Íslandi eru ekki duglegri að nýta sér þetta!
***
Annars er ég líka búin að vera að reyna að mæta í ræktina....ótrúlega gott að slíta sig frá lærdómnum og fá smá útrás í ræktinni. Lífgar mann alveg upp :)
***
Í dag var æðislegt veður í Glasgow....ég vaknaði um 9 við sólskin og blíðu...nota bene...það rigndi ekkert í dag! það er nánast met ;) Fólk var greinilega í góðu skapi...þar á meðal ég enda lyftir sólin manni alveg á annað plan. Ótrúlega gaman hvað dagarnir eru að lengjast...það er rétt svo að byrja að rökkva núna...ætli það verði ekki dimt um svona hálf 7 eða 7.
***
Fór áðan að hitta Brittu á Cafe Nero...ég fékk mér að sjálfsögðu Latte og bláberjamuffins :) Spjölluðum um allt og ekkert og áður en við vissum af vorum við búnar að sitja og kjafta í tvo tíma :) Þá ákváðum við að drífa okkur heim og halda áfram lærdómi dagsins...
***
Jæja, ætla að fá mér eitthvað að borða, knús frá Glasgow :)
Sunday, 8 March 2009
Fridays og Wagamama
Á föstudagskvöldið fórum við Atli á TGI Fridays og fengum okkur að borða kvöldmat. Rosalega gott, kjúklingabitar í forrrétt og klassískur burger í aðalrétt og auðvitað einn kaldur með :) Eyddum kvöldinu yfir ýmsum þáttum og höfðum það kósí.
***
Í gær sváfum við út og hittum svo Brittu og Moritz í hádeginu á Cafe Nero þar sem ég fékk mér Cafe Latte og bláberjamuffins :) Við fjögur tókum svo lestina á Vísindasafnið í Glasgow...og eyddum 2 tímum þar. Virkilega skemmtilegt safn...alveg á hreinu að allt fullorðna fólkið breyttist í börn þarna aftur ;) Um fjögurleytið var lestin svo tekin aftur inn í miðbæ Glasgow þar sem við enduðum á því að fá okkur þriggja rétta máltíð á WagaMama, alveg frábær japanskur veitingastaður. Kvöldinu var svo eytt í leti og afslöppun, nammiát og aðra óhollustu á meðan við horfðum á nokkra þætti af Supersize vs Superskinny...breksir þættir um hollt líferni!!!
***
Í dag var svo aftur sofið út....það er heldur betur búinn að vera lúxus á okkur þessa helgina :) Eins gott að njóta sunnudagsins því á mánudaginn fer ég á fullt í ritgerðarvinnu...
Friday, 6 March 2009
Í skýjunum yfir kynningu dagsins
Vorum að kynna hópverkefni í skólanum í dag og það gekk líka svona ljómandi vel. Kennarinn þvílíkt ánægður með okkur og ég mundi allt sem ég átti að segja :) Þetta er svona hálfpartinn Energy-búst að ganga svona vel með verkefni, maður kemst í svo góðan fíling....og ekki verra að það skuli vera föstudagur :) Kennarinn tók allar kynningarnar upp á video og hann ætlar að setja öll video-in á internetið....það væri nú gaman að geta sýnt ykkur myndbandið af kynningunni hérna á blogginu mínu...þá gefur það ykkur hygmynd um hvað við vorum að bralla :)
***
Komin helgi...ljúfa líf...ég er búin að ákveða að leyfa sjálfri mér að vera frekar slök í lærdómi þessa helgi því síðasta vika er búin að vera mjög erfið með mikið af verkefnum. Á mánudaginn ætla ég svo að fara út á bókasafn og halda áfram með Internal Branding ritgerðina mína sem ég á að skila í lok mars ;) Stefni á að klára ritgerðina eftir 8 daga eða svo...áður en næsta valfag byrjar á fullu!
***
Atlimann er dýrkaður í skólanum fyrir að hafa bakað bestu skúffuköku sem krakkarnir í bekknum höfðu smakkað...nokkrir hafa nú þegar beðið um uppskriftina og ætla að prófa að baka um helgina :) Snilld...
***
Á morgun ætlum við Atli, Britta og Moritz (kærastinn hennar) að kíkja á Vísindasafnið hérna í Glasgow og gera eitthvað sniðugt í framhaldinu, fá okkur eitthvað gott að borða og svona. Vona að það verði ekki rigning á morgun eins og er búin að vera síðustu daga...
***
Jæja, ég ætla að setja lappirnar upp á borð og koma mér vel fyrir og vafra aðeins um internetheima áður en við Atli kíkjum eitthvað út að snæða kvöldmat.
***
Miss you all, knús knús :)
Tuesday, 3 March 2009
Vinnutörn í skólanum
Vikan alveg fullpökkuð...enda er ég í skólanum frá 9-17 og svo hópverkefnavinna á kvöldin. Héldum kynningu í tíma í dag á nokkrum fræðigreinum og á föstudaginn höldum við aðra kynningu um casestudy á IKEA.
Kennarinn er klárlega með mestu snillingingum í kennslu sem ég hef kynnst, Tom Mullen heitir maðurinn og er fullur af fróðleik, reynslu, áhuga og orku. Hann notar alveg frábær dæmi til að lýsa mismunandi aðferðum og kenningum sem fyrirtæki nota í hinu raunverulega umhverfi...og sýnir okkur hvernig hlutirnir gerast ekki allir eftir bókinni :)
***
Fyrir utan að skólinn er alveg að hellast 200% yfir mann núna enda kominn marsmánuður...þá er veðrið ekki alveg að gera sig þessa dagana...búið að vera rigning síðustu þrjá daga. Ef marka má Skotana sem eru með mér í bekk þá er rigningin komin til að vera...en það þýðir ekkert að pirra sig yfir því. Við Íslendingar erum nú vön öllum veðrum :)
***
Annars fórum ég, Atli og Britta í byrjun Febrúar til Ayr, smábæjar fyrir utan Glasgow. Stuttu seinna kíktum við svo í skoðunarferð í Glasgow University og á Kelvingrove safnið. Ég náði aldrei að setja inn neinar myndir frá því en hérna koma örfáar...betra seint en aldrei :)
Á labbi á ströndinni í Ayr...var samt frekar kalt...
Ég og Atli á strndinni
Glasgow University....frekar háfleygt og fræðilegt að stúdera í svona byggingu get ég ímyndað mér!
Ég, Preeti, Britta og Suruchi
Sunday, 1 March 2009
"Síðasti hvíldardagurinn"
Ef hvíldardag má kalla!!! En á morgun byrja ég í nýjum áfanga, Operations Strategy, valfag sem kennt er frá 9-5 alla daga í næstu viku. Ég verð sem sagt vonandi full af nýjum fróðleik í lok vikunnar :) Í dag og í gær er ég búin að vera að lesa greinar og case fyrir fyrsta tímann, nóg lestrarefni eins og vanalega. En það lítur að minnsta kosti út fyrir að þetta verði spennandi efni :)
***
Næst vika verður sem sagt mjög busy...ekki treyst á mörg blogg frá mér en það er aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum stuttum bloggum...
***
Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu vikum sem ég hef ekki getað sett inn á bloggið...
Í snjókomu örfáum dögum eftir að Atli kom til Glasgow
Bekkurinn fór út að borða saman...ég í bleiku skónum og Atli þarna í miðjunniAnkit frá Indlandi í bekknum mínum bauð nokkurum í mat til sín og við fengum að smakka rosalega góðan indverskan matAtli að skoða myndavélina hans Andreas og fá að prófa aðeins...hafa báðir áhuga á ljósmyndun
Subscribe to:
Posts (Atom)