Monday, 16 March 2009

Managing International Relationships

Jæja, byrjaði í nýjum valkúrs í skólanum í dag. Kennarinn er kona frá Suður-Kóreu sem tók sama nám og ég er í núna fyrir 4 árum og er núna að klára Phd ritgerðina sína á þessari önn. Klár kona og allt það...en vá hvað það er erfitt að halda einbeitingu í tíma hjá henni. Hún talar alltaf í sömu tóntegund og þar sem hún er asísk gefur að skilja að enskan hennar er ekki mjög skýr. Ég varð að minnsta kosti að kaupa mér kaffi í hádeginu til að halda mér hressri í tíma...
***
Annars er ég ótrúlega stolt af mér...vaknaði kl. 7:00 í morgun og fór í ræktina...jú jú mikið rétt, mér tókst það. Ég var mætt inn í sal kl 8 en það var enginn í salnum....ég var skiljanlega mjög hissa á þessu og svo tók ég eftir því að í vatnkrananum var allt þurrt...eins og enginn hefði notað vatnskranann/vaskinn fyrr um morguninn....Mér var bara hugsað til World Class heim þegar fleiri hundruð manns eru búin að fara í ræktina klukkan 8 á morgnana. Anyway...ég fór á hlaupabrettið og eftir svon 5 mínotur kemur starfsmaður (hreingerninarkona) og segir mér að salurinn opni ekki fyrr en kl 9 á mánudagsmorgnum...ó mæ goooood...ég vissi ekki hvert ég ætli þetta var svo vandræðalegt...mín bara búin að vaða inn í íþróttasal (sem var opinn því það var verið að þrífa hann) og byrjuð að púla á fullu...HAHAHAHA....en konan sagði að ég mætti alveg klára víst ég væri komin...hún vildi bara láta mig vita svo þetta kæmi ekki fyrir aftur!!! Þannig að ég tók góða brennslu í "einkasal"...góð byrjum á vikunni :)

No comments: