Tuesday, 3 March 2009

Vinnutörn í skólanum

Vikan alveg fullpökkuð...enda er ég í skólanum frá 9-17 og svo hópverkefnavinna á kvöldin. Héldum kynningu í tíma í dag á nokkrum fræðigreinum og á föstudaginn höldum við aðra kynningu um casestudy á IKEA.
Kennarinn er klárlega með mestu snillingingum í kennslu sem ég hef kynnst, Tom Mullen heitir maðurinn og er fullur af fróðleik, reynslu, áhuga og orku. Hann notar alveg frábær dæmi til að lýsa mismunandi aðferðum og kenningum sem fyrirtæki nota í hinu raunverulega umhverfi...og sýnir okkur hvernig hlutirnir gerast ekki allir eftir bókinni :)
***
Fyrir utan að skólinn er alveg að hellast 200% yfir mann núna enda kominn marsmánuður...þá er veðrið ekki alveg að gera sig þessa dagana...búið að vera rigning síðustu þrjá daga. Ef marka má Skotana sem eru með mér í bekk þá er rigningin komin til að vera...en það þýðir ekkert að pirra sig yfir því. Við Íslendingar erum nú vön öllum veðrum :)
***
Annars fórum ég, Atli og Britta í byrjun Febrúar til Ayr, smábæjar fyrir utan Glasgow. Stuttu seinna kíktum við svo í skoðunarferð í Glasgow University og á Kelvingrove safnið. Ég náði aldrei að setja inn neinar myndir frá því en hérna koma örfáar...betra seint en aldrei :)

Á labbi á ströndinni í Ayr...var samt frekar kalt...

Ég og Atli á strndinni

Glasgow University....frekar háfleygt og fræðilegt að stúdera í svona byggingu get ég ímyndað mér!

Ég, Preeti, Britta og Suruchi

No comments: