Wednesday, 11 March 2009

Aftur ein í Glasgow

Já, fyrir þau ykkar sem ekki vitið þá er Atli farinn aftur heim til Íslands. Hann fékk smá verkefni heima sem hann ákvað að taka....það gefur mér líka meira tíma til að læra...ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög erfitt að læra með hann í kringum mig...sérstaklega ef hann er að gera eitthvað sniðugt ;) En já, núna eru engar afsakanir...núna er það bara hard core lærdómur fram undir lok apríl og þá get ég tekið mér smá pásu áður en ég byrja á mastersritgerðinni... :)
***
Annar er með eitthvað bölvað tak í hálsinum eftir rætina á sunnudaginn...típíst þegar maður þykist ætla að vera eitthvað voðalega duglegur í ræktinni að þá slasar maður sig ;) Þannig að núna reyni ég bara að hvíla vöðvan og hafa hitapoka á honum...þó svo verkurinn virðist ekkert vera að fara...en þetta verður örugglega farið í lok vikunnar.
***
Annars er sólin búin að yfirgefa Glasgow...það var nefninlega svo æðislegt veður hérna í gær...búið að vera frekar dimmt yfir í dag og rigning. En sumarið nálgast...
***
Kennarinn okkar var að pósta myndböndunum sem hann tók af kynningunum í bekknum mínum í síðustu viku á netið. Vááá hvað það er gaman að horfa á sjálfan sig kynna...og já...röddin mannst hljómar allt öðruvísi í hausnum á mér heldur en í myndbandinu, það er ótrúlega fyndið. Verst ég get ekki sett myndböndin hingað inn...þarf sérstakt password til að opna þau en ef ég næ að redda þessu þá pósta ég myndböndunum hingað til að leyfa ykkur að sjá :)

No comments: